13 nýir Íslandsmeistaratitlar í júdó

Draupnir logo13 nýjir Íslandsmeistaratitlar í einstaklingskeppni og enn einn sigur í liðakeppni.

Frétt af www.draupnirsport.is

Síðustu tvær helgar hefur farið fram Íslandsmót allra aldursflokka í júdó.  Við í Draupni sendum fjölmarga keppendur og er uppskeran frábær.

Á Íslandsmóti fullorðinna urðu þeir Breki Bernharðsson og Arnar Þór Björnsson Íslandsmeistarar.  Breki í -73kg og Arnar í -66kg.  Karl Stefánsson varð 2. í +100kg og 3. í opnum flokki.  Dofri Vikar Bragason var hársbreidd frá Íslandsmeistaratitli í -60kg, hann var yfir á stigum og með sigurinn í hendi sér í úrslitaglímunni en mistök kostuðu hann refsistig og tap svo hann varð að sætta sig við silfur.

Í flokki yngri en 21 árs varð Breki aftur Íslandsmeistari.  Dofra urðu nú ekki á nein mistök og sigraði sannfærandi.  Þorgeir Hávarsson vann brons í -73kg og Arnar Þór Björnsson silfur í -66kg.

Í yngri en 18 ára varð Alexander Heiðarsson Íslandsmeistari í -55kg og Tinna Ósk Ompi Rúnarsdóttir varð Íslandsmeistari í -63 kg stúlkna.  Birgir Arngrímsson vann silfur í -66kg.

Í 13-14 ára varð Unnar Hafberg Íslandsmeistari í -38kg.  Þeir Ísak Einir Ingólfsson, Malik Thuray, Daníel Orri Helgason og Kristófer Snæbjörnsson urðu allir i 2. sæti í sínum flokkum.  Hjá stúlkunum varð Hekla Dís Pálsdóttir Íslandsmeistari í -52kg.  Berenika Bernat fékk silfur í -57 og Álfheiður Björk Hannesdóttir brons í -57.

Í 11-12 ára unnum við 5 Íslandsmeistaratitla.  Þau Elisabeth Gunnarsdóttir, Kári Barry, Hannes Sigmundsson, Lárus Stefánsson og Alexander Snæbjörnsson báru ábyrgð á þeim titlum, hver í sínum flokki. Árni Jóhann Arnarsson og Þórsteinn Ragnarsson unnu silfur í sínum flokkum og Alexander Sveinbjörnsson brons.

Í liðakeppni unnum við yngri en 21 árs en urðum að sætta okkur við silfur í 11-12 ára, 13-14 ára og yngri en 18 ára eftir mikla baráttu.

Sigurliðið í yngri en 21 árs skipuðu þeir Dofri Vikar Bragason, Arnar Þórn Björnsson, Breki Bernharðsson og Þorgeir Hávarsson.

Þegar allt er talið eftir þessi Íslandsmót þá er skipting verðlauna í einstaklingskeppni svona:Judo