Haukar unnu Þór í Lengjubikarnum (2-3) Myndir

Jónas Björgvin Sigurbergsson skoraði bæði mörk Þórs í dag.

Jónas Björgvin Sigurbergsson skoraði bæði mörk Þórs í dag.

Þór tók á móti Haukum í A-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu í dag í leik sem fram fór í Boganum.  Leikurinn var ekki nema 45 sekúndna gamall þegar fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós og það voru gestirnir úr Hafnarfirði sem voru þar að verki.  Markið gerði Björgvin Stefánsson.  Haukar komstu svo í 0-2 með marki frá Arnari Aðalgeirssyni á 18. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Þegar um sjö mínútur voru liðnar af seinni hálfleik komust Haukar í 0-3 þegar Orri Sigurjónsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Það var svo Jónas Björgvin Sigurbergsson sem minnkaði muninn í 1-3 með marki á 66. mínútu og hann var svo aftur á ferðinni ellefu mínútum síðar og staðan 2-3.

Myndir: Þórir Ó.Tryggvason

THTR1426 THTR1434 THTR1443 THTR1450 THTR1466 THTR1474 THTR1496 THTR1497 THTR1510 THTR1519 THTR1522 THTR1525 THTR1550 THTR1553 THTR1559 THTR1561 THTR1568 THTR1574 THTR1577 THTR1584 THTR1590 THTR1622 THTR1624 THTR1643 THTR1645 THTR1648 THTR1651 THTR1665