Blak: Þróttur R. lagði KA 2-3

Asta_Blak2015KA konur tóku á móti Reykjavíkur Þrótti í Mizunadeildinni í blaki í kvöld í leik sem fram fór í KA heimilinu. Fór svo að Þróttur vann leikinn 2-3 sem tók 125 mínútur, 23-25,15-25, 25-20, 25-21, 12-15

Fyrsta hrinan tók 24 mínútur Þróttarar byrjuðu betur og höfðu forystu upp í 11-13 þá átti KA góða syrpu og var yfir upp í 20-17. En með góðum uppgjöfum Brynju breyttu Þróttarar stöðunni í 20-24 og unnu að lokum hrinuna 23-25.

Önnur hrinan tók 20 mínútur og voru Þróttarar með yfirhöndina allan leikinn og unnu öruggan sigur 15-25.

Í þriðju hrinunni sem tók 29 mínútur hafði KA yfirhöndina allan tímann og vann að lokum 25-21 Birna Baldursdóttir sem spilaði sinn fyrsta leik með KA á tímabilinu var með sterkar uppgjafir og smössum.

Fjórða hrinan sem tók 25 mínútur byrjuðu Þróttarar betur og voru með forystu í stöðunni 13-15, KA jafnaði, Þróttarar komust aftur yfir 18-20 en með sterkum uppgjöfum Jóhönnu og Hrefnu náði KA forystunni og vann hrinuna 25-21.

Oddahrinan tók 15 mínútur, KA byrjaði betur og komst í 8-4 en þá tóku Þróttarar öll völd á vellinum og komust í 9-12 og unnu að lokum hrinuna 12-15 og þar með leikinn.

Stigahæstar í kvöld í liði KA voru Birna Baldursdóttir með 18 stig, Ásta Harðardótir með 13 stig, Unnur Árnadóttir með 9 stig og Hrefna Brynjólfsdóttir og Jóhanna Kristjánsdóttir með 7stig. Í liði Þróttar Reykjavíkur var Sunna Þrastardóttir með 17 stig, Sunna Skarphéðinsdóttir með 10 stig og þær Ragna Baldvinsdóttir og Brynja Guðjónsdóttir með 7 stig.

Liðin mætast svo öðru sinni í KA heimilin á morgun laugardag og hefst leikur liðanna klukkan 16:30.

Myndir úr leiknum, Elvar Freyr Pálsson: 

TrotturR Blak2015kvkKA blak2015kvkJohanna Blak2015Birna Bald Blak2015Asta_Blak2015