Kjarnafæðismótið í knattspyrnu

Kjarnafaedi2015KnattspyrnaÍ kvöld hefst hið árlega Norðurlandsmót í knattspyrnu sem nú annað árið í röð heitir Kjarnafæðismótið. Alls taka átta lið þátt í mótinu og koma þau frá sex félögum. Þór og KA senda tvö lið hvort til leiks þ.a. meistaraflokka og 2. flokk karla. Auk þeirra koma lið frá KF, Magna, Völsungi og Leikni Fáskrúðsfirði.  Allir leikir í mótinu fara fram í Boganum. Opnunarleikur mótsins verður viðureign Þórs mfl. og Leiknis F. í kvöld og hefst leikurinn klukkan 19:45.

Á morgun laugardag fer svo einn leikur í mótinu þ.e. leikur KA mfl. og Magna sá leikur hefst klukkan 14:15.

Á sunnudag fara svo fram tveir leikir. Fyrri leikurinn er viðureign Þór2 (2.flokkur) og Völsungs í leik sem hefst klukkan 16:15. Strax að honum loknum eigast við  KA2 (2. flokkur) og lið KF leikurinn hefst klukkan 18:15.

Það er Knattspyrnudómarafélag Norðurlands sem stendur að mótinu. Vakin er athygli á því að það er frítt á alla leikina.