Íþróttir helgarinnar

Sport logoLAUGARDAGUR

Á laugardag tekur Akureyri tekur á Fram í Olísdeild karla í handbolta og er þetta jafnframt síðasti leikur Akureyrar á árinu. Þegar liðin mætast situr lið Akureyrar í sjötta sæti deildarinnar með 13 stig en Fram er í því áttunda með 10 stig. Leikur liðanna fer fram í íþróttahöllinni og hefst klukkan 15:00.

Kvennalið Þórs leikur sinn síðasta leik á árinu þegar liðið fær topplið Njarðvíkur í heimsókn í fyrstu deild kvenna í körfubolta. Þegar liðin mætast trónir Njarðvík á toppi deildarinnar með 10 stig en Þór í því sjötta með tvö stig. Leikurinn fer fram í íþróttahúsi Síðuskóla og hefst klukkan 15:00.

Þá sækja KA menn lið Þróttar heim í Mizunadeild karla í blaki í leik sem fram fer í Kennaraháskólanum og hefst leikurinn klukkan 14:00.

SUNNUDAGUR

Karlalið Þórs tekur á móti ÍA í fyrstu deild karla í körfubolta í leik sem fram fer í íþróttahúsi Síðuskóla. Leikurinn er jafnframt síðasti  heimaleikur Þórs á árinu og hefst klukkan 16:00.

Ábendingar um efni í blaðið og á vefinn itrottir@akureyri.net

Akureyri vikublað 11. desember 2014