Fjölmargir blakmenn KA í yngri landsliðum

Efri röð frá vinstri: Filip Szewczyk þjálfari drengjaliðanna, Sævar Karl Randversson U19, Valþór Ingi Karlsson U17 og U19, Gunnar Pálmi Hannesson U19, Ævarr Freyr Birgisson U19, Vigfús Jónbergsson Hjaltalín U17 og Benedikt Rúnar Valtýsson U19 Fremri röð frá vinstri: Unnur Árnadóttir U17, Harpa María Benediktsdóttir U19, Hildur Davíðsdóttir U17, Ásta Lilja Harðardóttir U19, Arnrún Eik Guðmundsdóttir U17.

Efri röð frá vinstri:
Filip Szewczyk þjálfari drengjaliðanna, Sævar Karl Randversson U19, Valþór Ingi Karlsson U17 og U19, Gunnar Pálmi Hannesson U19, Ævarr Freyr Birgisson U19, Vigfús Jónbergsson Hjaltalín U17 og Benedikt Rúnar Valtýsson U19
Fremri röð frá vinstri:
Unnur Árnadóttir U17, Harpa María Benediktsdóttir U19, Hildur Davíðsdóttir U17, Ásta Lilja Harðardóttir U19, Arnrún Eik Guðmundsdóttir U17.

Í liðinni viku tók landslið Íslands U19 í blaki þátt í NEVZA móti, Norður-Evrópumóti. Þar átti KA sjö fulltrúa, 5 pilta og 2 stúlkur. Þetta eru Ásta Lilja Harðardótt­ir, Harpa María Benediktsdóttir, Benedikt Rúnar Valtýsson, Gunn­ar Pálmi Hannesson, Sævar Karl Randversson, Valþór Ingi Karlsson og Ævarr Freyr Birgisson. Þá á KA einnig fimm fulltrúa í U17 sem taka þátt í NEVZA daganna 29. – 3. nóvember þar eru tveir drengir og þrjár stúlkur. Þetta eru þau Arnrún Eik Guðmundsdóttir, Hildur Dav­íðsdóttir, Unnur Árnadóttir, Valþór Ingi Karlsson og Vigfús Jónbergs­son Hjaltalín. -PJ

Akureyri vikublað 23. október 2014