Bogfimir Akureyringar

BogfimiAkureyringar stóðu sig vel á Íslandsmótinu í Bogfimi sem fram fór nýverið í Leirdalnum í Grafarholti. Nýtt félag tók þátt að þessu sinni Bogfimifélagið Álfar frá Akureyri sem er nýlega komið inn í ÍSÍ og vöktu meðlimir hins nýja félags athygli vegna fimi sinnar.

Í trissubogaflokki karla varð Íslandsmeistari Guðmundur Örn Guðjónsson frá Álfum.

Í sveigbogaflokki karla vann silfur Carsten Tarnow, Íþróttafélaginu Akri á Akureyri.

Akureyri vikublað 7. ágúst 2014