Þór vinnur Hauka

Þór tók á móti Haukum á Þórsvelli í kvöld í 14. umferð 1. deild karla.  Þór fór með sigur af hólmi 2-1 og náði sér þar í mikilvæg stig í baráttunni um að komast upp í úrvalsdeildina á næsta ári.

Leikurinn var frekar tíðindalítill ef frá eru talin mörkin.  Nýji leikmaðurinn í Þór Chukwudi Chijindu stóð sig vel í leiknum og skoraði strax á 32. mínútu og kom Þórsurum yfir.  Haukar náðu að jafna muninn á 52. mínútu þegar Magnús Páll Gunnarsson skoraði af stuttu færi.  Hetja Þórsara Sigurður Marinó Kristjánsson átti svo frábæran einleik að marki Hauka á 60. mínútu þegar hann óð upp miðjan völlinn að marki Hauka og með elju og smá heppni tókst honum að komast inn fyrir vörn Hauka og setti boltann örugglega í netið.  Mikilvægur sigur hjá Þórsliðinu staðreynd.

Myndir Þórir Tryggvason