Ingi Freyr saumaður

Mynd: Flameboypro

Ingi Freyr Hilmarsson leikmaður Þórs fékk takkaskó eins leikmanns FK Mlada Boleslav í höfuðið undir lok leiksins í gær í baráttu þeirra um boltann og sást í útsendingu að það blæddi töluvert.  Ingi var tekinn útaf og var saumaður í gærkveldi.  Það voru saumuð sex spör í höfuðið á honum og mun hann ekki láta þetta mikið stoppa sig í næstu leikjum en Þórsarar eiga næst leik í 1. deild karla á sunnudaginn 22. júlí þegar þeir heimsækja Leikni í Reykjavík.