KA áfram í Borgunarbikarnum. Uppfært með myndum

KA vann 2-0 sigur á Fjarðarbyggð þegar liðin mættust í Borgunarbikarnum á Akureyrarvelli í kvöld. Það var Brian Gilmour sem skoraði bæði mörk KA.

KA.

Byrjunarlið: Fannar Hafsteinsson(M), Gunnar Valur Gunnarsson, Jón Heiðar Magnússon, Guðmundur Óli Steingrímsson, Brian Gilmour, Dávid Diztl, Jóhann Helgason, Bjarki Baldvinsson, Hallgrímur Mar Steingrímsson, Elmar Dan Sigþórsson(F) og Jakob Hafsteinsson.

Varamenn: Haukur Hinriksson, Þórður Arnar Þórðarson, Gunnar Örvar Stefánsson, Davíð Rúnar Bjarnason, Ævar Ingi Jóhannesson, Darren Lough og Sandor Matus(M).

Þjálfari er Gunnlaugur Jónsson.

Fjarðarbyggð.

Byrjunarlið: Gunnar Smári Agnarsson(M), Haukur Ingvar Sigurbergsson, Martin Sindri Rosenthal, Stefán Þór Eysteinsson, Ingi Steinn Freysteinsson, Dejan Milijkovic, Fannar Árnason, Andri Þór Magnússon(F), Víkingur Pálmason, Hákon Þór Sófusson og Bergsteinn Pálsson.

Varamenn: Rúnar Pétur Hjörleifsson(M), Stefán Ingi Björnsson, Marteinn Þór Pálmason, Tadas Jocys, Haraldur Þór Guðmundsson, Pétur Aron Atlason og Magnús Guðlaugur Magnússon.

Þjálfari er Heimir Þorsteinsson.

Skiptingar: Jakob Hafsteinsson fór útaf fyrir Darren Lough í leikhléi. Ingi Steinn Freysteinsson kom útaf fyrir Pétur Aron Atlason á 56.mínútu. Ævar Ingi Jóhannsson kom útaf fyrir Guðmund Óla Steingrímsson á 65.mínútu. Tadas Jocys kom inn á fyrir Fannar Árnason á 81.mínútu. Davíð Rúnar Bjarnason kom inn á fyrir Hallgrím Mar Steingrímsson á 82.mínútu. Martin Rosenthal kom útaf fyrir Marteinn Pálmason á 90.mínútu.

KA menn byrjuðu leikinn af miklum krafti og virtust dagskipaninar vera þær að setja mark snemma í leiknum. Vörn Fjarðarbyggðar var þó þétt fyrir og KA menn virtust vera í miklum vandræðum að finna gat á vörninni. Fjarðarbyggð lá til baka og beitti skyndisóknum. Bestu færi KA manna komu úr aukaspyrnu á 18.mínútu þegar Brian Gilmour setti boltann yfir vegginn en Gunnar Smári varði í horn og einungis tveimur mínútum seinna kom há sending inn í teig,  enginn KA maður inn í teig en Gunnar Smári Agnarsson ákveður þrátt fyrir það að kýla boltann frá. Boltinn berst á Bjarka Baldvinsson sem á skot rétt framhjá stönginni.

Besta færi fyrri hálfleiks átti þó Fjarðarbyggð en á 30.mínútu stingur Víkingur Pálmason boltanum upp vinstri kantinn og hleypur inn í teig. Hákon Þór Sófusson tekur boltann á vinstri kantinum og sendir boltann inn í teig á Víking Pálmason en fyrsta snerting svíkur hann og skotið verður ekki gott. Fannar Hafsteinsson nær ekki að halda boltanum og uppúr verður mikið klafs í teignum en varnarmenn KA menn ná að hreinsa frá á síðustu stundu. Ekkert var þó skorað í fyrri hálfleik.

KA tók öll völd á leiknum í seinni hálfleik en náðu þó ekki að skapa fleiri færi en í fyrri hálfleik en færin sem þeir sköpuð sér í þeim seinni voru þó nokkuð betri. Brian Gilmour skoraði fyrsta markið af sirka 40 metra færi en Gunnar Smári var kominn of langt út úr markinu á 73.mínútu. Gunnar Valur var næstum búinn að auka muninnn þegar hann skallar boltann í slánna eftir hornspyrnu sex mínútum seinna.

Brian Gilmour gerði útum leikinn á 88.mínútu þegar hann skoraði úr vítaspyrnu. Haukur Ingvar braut á Dávid Disztl og Valdimar Pálsson dæmdi vítaspyrnu.

2-0 varð lokatölur leiksins og sanngjarn sigur, en ekki fyrirhafnarlaus, KA staðreynd þó svo að vörn Fjarðarbyggðar hafi verið þétt.

Maður leiksins að mati Akureyri.net er Brian Gilmour.

Tölfræði

KA                                 Fjarðarbyggð

Leikbrot                               8                                             7

Rangst.                                 3                                             1

Horn                                     6                                             1

Skottilraunir                       18                                           4

Þar af á mark                      6                                             1

Myndir Þórir Tryggvason