Góður árangur akureyrskra júdómanna

Um síðustu helgi fór fram Íslandsmót barna 11-14 ára og unglinga 15-19 ára í júdó. KA átti 25 keppendur á mótinu og náðu þeir mjög góðum árangri.

Íslandsmeistarar í sínum flokkum urðu Jón Birgir Tómasson, Gísli Garðarsson, Úlfar Arinbjarnar, Erna Sjöfn Styrmisdóttir,
Arnór Þorri Þorsteinsson, Orri Arnarsson, Steinar Eyþór Valsson og
Eyjólfur Guðjónsson. Félagið átti einnig allmarga silfur- og bronsverðlaunahafa og mjög góður árangur náðist í sveitakeppninni.

Sjá www.ka-sport.is en þaðan er myndin fengin. Í miðið er Jón Birgir Tómasson, Íslandsmeistari í -38 kg flokki 11-12 ára.