Myndir úr leik KA og ÍR (25-25)

KA liðið fór frábærlega af stað og komst í 3-0 en ÍR-ingar náðu fljótt áttum og jöfnuðu í 4-4. Fyrri hálfleikurinn var hnífjafn og spennandi en KA leiddi þó leikinn og hálfleikstölurnar 12-10.Mikið jafn­ræði var með liðunum í upp­hafi síðari hálfleik en á 40. Mín­útu kom Björg­vin Hólm­geirs­son ÍR yfir, 16:15, í fyrsta sinn í leikn­um. ÍR gekk á lagið eft­ir þetta og náði þriggja marka for­skoti en þá gerði KA áhlaup og Tarik Kasu­movic tryggði KA jafn­tefli en hann skoraði jöfn­un­ar­mark KA þegar nokkr­ar sek­únd­ur voru til leiks­loka og loka­töl­ur á Ak­ur­eyri 25:25.

Myndir: Þórir Ó.Tryggvason