Fallorka Glerárvirkjun II

Ný virkjun Fallorku á Akureyri Glerárvirkjun II var ræst föstudaginn 5. október kl. 16:00 en virkjunin kemur til með að auka rafmagnsöryggi Akureyringa en hún getur þjónað allt að 5000 heimilum. Stöðvarhúsið er um 150m2 og stíflan sjálf uppá Glerárdal er í um 300 metra hæð yfir sjávarmáli hún er um 6 metra há og myndar um 1 hektara lón. Pípan sem vatnið rennur í er um sex kílómetra löng og var gerður göngu- og hjólastígur ofaná hana til að auðvelda fólki að njóta útivistar á Glerárdal en brú yfir ánna inná dal verður sett upp núna í haust. Kostnaður við framkvæmdina er um 1.3 milljarðar og fór framkvæmdin um 200 milljónir fram úr áætlun.