Matteusarpassían um páskana

29. mars í Hofi og -30. Í Hallgrímskirkju

Hörður Áskelsson stjórnar Matteusarpassíu Jóhanns Sebastians Bachs

„Guð minn, Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig?“

Matteusarpassía Bachs, sem er stundum kölluð drottning allra tónverka, verður flutt af Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Kammerkór Norðurlands, Hymnodiu, Stúlknakór Akureyrarkirkju og einsöngvurum í Dymbilvikunni.

Það var stór dagur í mannkynssögunni þegar hinn tvítugi Felix Mendelssohn stjórnaði flutningi Söngakademíunnar í Berlín á Matteusarpassíunni þann 11. mars 1829. Tónlist Bachs er um þessar mundir þekkt um allan heim og snilligáfa tónskáldsins almenn viðurkennd.  Árið 1829 hafði nafn Bachs hins vegar að mestu legið í rökkri gleymskunnar í um áttatíu ár. Nemendur Bachs og synir reyndu án árangurs að halda nafni hans á lofti en það var ekki fyrr en Mendelssohn dró verkið fram að áhugi manna á Bach vaknaði á ný, sem betur fer fyrir okkur sem lifum í dag.

Matteusarpassía J.S.Bachs verður einnig flutt í Hallgrímskirkju föstudaginn langa, þann 30. mars 2018.

Tónskáld: Jóhann Sebastian Bach

Stjórnandi: Hörður Áskelsson

Einsöngvarar: Kristinn Sigmundsson, Oddur Arnþór Jónsson, Hannah Morrison, Elmar Gilbertsson, Hildigunnur Einarsdóttir og Helena Guðlaug Bjarnadóttir.

Kórar: Kammerkór Norðurlands og Hymnodia

Tímalengd er um 3 klst með hléi.

Dagsetningar og tími:

Hof: 29. Mars klukkan 16:00

Hallgrímskirkja 30. Mars klukkan 18:00

Verð frá 7.900 kr.

Kaupa miða