Ásynj­ur Íslands­meist­ar­ar í ís­hokkí (Myndir frá verðlaunaafhendingu)

Ásynj­ur Skauta­fé­lags Ak­ur­eyr­ar eru Íslands­meist­ar­ar kvenna í ís­hokkí árið 2018. Þær lögðu Ynj­ur Skauta­fé­lags Ak­ur­eyr­ar í odda­leik í Skauta­höll­inni á Ak­ur­eyri nú í kvöld. Leikn­um lauk með 4:3 sigri Ásynja en leik­ur­inn var gríðarlega jafn og spenn­andi og mátti minnstu muna að Ynj­ur næðu að jafna leik­inn und­ir lok­inn. Ynj­ur komust yfir 1:0, en síðan komu fjög­ur mörk í röð frá Ásynj­um. Það virt­ist ekk­ert fá Ásynj­urn­ar stöðvað en tvö mörk, manni fleiri, hjá Ynj­um í síðasta leik­hlut­an­um gerði það að verk­um að fjöl­marg­ir áhorf­end­ur í Skauta­höll­inni á Ak­ur­eyri voru farn­ir að naga á sér negl­urn­ar und­ir lok­inn. Gömlu brýn­in í Ásynj­um héldu þó út, loka­töl­ur 4:3. Titl­arn­ir tveir í hokkí­inu skipt­ast því bróður­lega á milli Ak­ur­eyr­arliðana. Ynj­ur eru deild­ar­meist­ar­ar og Ásynj­ur eru Íslands­meist­ar­ar.  mbl.is

Myndir: Þórir Ó.Tryggvason