AHF – KA í kvöld: Baráttan um Akureyri

Í kvöld tekur Akureyri handboltafélag á móti KA í 13. umferð Grill 66 deildar karla í handbolta í leik sem fram fer í íþróttahöllinni og hefst klukkan 19:30.

Hér er sannarlega um stórleik að ræða því bæði þessi lið hafa sett stefnuna á Olís deildina á næstu leiktíð. Þegar liðin mætast er Akureyri á toppi deildarinnar með 21 stig en KA er í öðru sætinu með 20 stig.

Búast má við að bæjarbúar fjölmenni á leikinn og því um að gera fyrir fólk að mæta tímanlega og tryggja sér sín uppáhalds sæti í stúkunni.

Húsið opnar klukkan 18:00 og þar verður boðið upp á grillaða hamborgarar og coke og Greifapizzusneiðar allt á vægu verði.

Miðaverð á leikinn er 1.000 krónur.

Bendum á ítarlega upphitun á heimasíðu handboltafélagsins www.akureyri-hand.is