KA/Þór vann Fjölni í kvöld (35-24) Myndir

Myndir: Þórir Ó.Tryggvason

KA/Þ​ór tryggði sér sæti í undanúr­slit­um bik­ar­keppni kvenna í hand­bolta, Coca Cola-bik­ars­ins í annað skipti með ör­ugg­um 35:24-sigri á Fjölni í kvöld. KA/Þ​ór leik­ur í næ­stefstu deild og Fjöln­ir þeirri efstu og koma úr­slit­in því ein­hverj­um á óvart. Norðan­kon­ur byrjuðu mikið mun bet­ur og komust í 7:2 eft­ir aðeins átta mín­út­ur. Staðan í hálfleik var 20:15 og voru Fjöln­is­kon­ur ekki lík­leg­ar til að jafna leik­inn eft­ir það. Martha Her­manns­dótt­ir gerði sér lítið fyr­ir og skoraði 15 mörk fyr­ir KA/Þ​ór og Berg­lind Bene­dikts­dótt­ir skoraði átta mörk fyr­ir Fjölni. MBL.is