Úrslit í röðun Sjálfstæðisflokksins á Akureyri

Kosið var í sex efstu sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri í röðun fulltrúaráðs í Brekkuskóla á laugardag.

Gunnar Gíslason, Eva Hrund Einarsdóttir, Þórhallur Jónsson, Lára Halldóra Eiríksdóttir, Berglind Ósk Guðmundsdóttir og Þórhallur Harðarson hlutu kosningu.

Kjörnefnd leggur fram tillögu að framboðslista í heild á fundi í fulltrúaráðinu 15. febrúar nk.

Nánari úrslit í hvert sæti:

1. Gunnar Gíslason – Gunnar hlaut 86 atkvæði, Axel Darri Þórhallsson hlaut 17 atkvæði. Aðrir frambjóðendur fengu samtals 8 atkvæði. Ógild og auð 2. 113 greiddu atkvæði.

2. Eva Hrund Einarsdóttir – Eva var ein i kjöri um 2. sætið og því sjálfkjörin í það.

3. Þórhallur Jónsson – Þórhallur hlaut 47 atkvæði, Baldvin Valdemarsson hlaut 34 atkvæði. Aðrir frambjóðendur fengu samtals 32 atkvæði. Enginn seðill ógildur. 113 greiddu atkvæði.

4. Lára Halldóra Eiríksdóttir – Lára Halldóra hlaut 40 atkvæði, Berglind Ósk Guðmundsdóttir hlaut 38 atkvæði. Aðrir frambjóðendur fengu samtals 30 atkvæði. Enginn seðill var ógildur. 108 greiddu atkvæði.

5. Berglind Ósk Guðmundsdóttir – Berglind Ósk hlaut 40 atkvæði, Þórhallur Harðarson hlaut 24 atkvæði. Aðrir frambjóðendur fengu samtals 34 atkvæði. Enginn seðill var ógildur. 98 greiddu atkvæði.

6. Þórhallur Harðarson – Þórhallur hlaut 49 atkvæði, Elías Gunnar Þorbjörnsson hlaut 30 atkvæði. Aðrir frambjóðendur fengu samtals 12 atkvæði. Enginn seðill var ógildur. 91 greiddi atkvæði.