Grótta vann Ak­ur­eyri í bik­arn­um (29-28) Myndir

Olís­deild­arlið Gróttu þurfti svo sann­ar­lega að hafa fyr­ir hlut­un­um gegn 1. deild­arliði Ak­ur­eyr­ar í 16-liða úr­slit­um Coca Cola-bik­ars karla í hand­bolta í dag. Eft­ir spenn­andi leik hafði Grótta bet­ur með minnsta mun, 29:28. Staðan í hálfleik var 14:12, Gróttu í vil. Júlí­us Stef­áns­son skoraði sex mörk fyr­ir Gróttu og þeir Daði Lax­dal Gauta­son og Max­im­ili­an Jons­son gerði fjög­ur. Brynj­ar Grét­ars­son átti stór­leik fyr­ir Ak­ur­eyri og skoraði níu mörk og Pat­rek­ur Stef­áns­son skoraðiátta.  mbl.is

Myndir: Þórir O.Tryggvason