Jóla-ráðgjafinn/sveinninn Stúfur með endurkomu

Mynd: Auðunn Níelsson

Leikfélag Akureyrar sýndi í gær leikritið Stúfur snýr aftur en eins og titillinn ber með sér þá er Stúfur með endurkomu á fjalir Samkomuhússins í þessu leikriti. Sýningar á Stúfi gengu vel í fyrra  hann nefnir þá er hann orðinn mjög frægur leikari og stefnir á fjölbreytta aukavinnu ásamt því að vera jólasveinn.

Það er óhætt að segja að Stúfur hafi hitt vel í mark hjá flestum aldurshópum. Mikið var hlegið á sýningunni og töfrataskan hans Stúfs sló í gegn.  Með mér í för var 12 ára strákur sem skemmti sér konunglega yfir kjánalátunum og gríninu sem boðið var upp á. Stúfur fer yfir það hvernig þú átt að undirbúa jólin með sínum einföldu ráðum enda Stúfur einstakur ráðgjafi er kemur að öllu sem tilheyrir jólunum.

Sýningin er hugsuð fyrir yngri kynslóðina og svaraði Stúfur forvitnum leikhúsgestum í miðri sýningu enda eru börnin forvitin um þennan litla gleðigjafa sem Stúfur er.  Ef þú vilt skemmta þér með börnunum og fá jólaleg jólaráð frá jólaráðgjafanum Stúfi þá er leikritið Stúfur snýr aftur góð skemmtun. Stúfur býður svo öllum upp á Kanelstúf að lokinni sýningunni en hann hefur verið að reyna að fullkomna uppskriftina upp á síðkastið.

JJ/JPJ