HÁTÍÐ – Jólatónleikar Hildu Örvars

Hátíð – jólatónleikar Hildu Örvars verða haldnir annað árið í röð í Akureyrarkirkju þann 13. desember kl. 20:00.

Tónleikarnir heita eftir samnefndum geisladiski sem kom út fyrir síðustu jól þar sem finna má bæði vel þekkt jólalög og önnur minna þekkt frá Norðurlöndunum, sum með nýjum íslenskum textum eftir Sigurð Ingólfsson. Hljóðheimur jólalaganna á þessum geisladiski sameinar heillandi heim kvikmyndatónlistarinnar og þjóðlagatónlistar og útkoman er einlæg og töfrandi með skínandi gleði, rétt eins og jólin sjálf.

Á tónleikunum koma fram, ásamt Hildu: Eyþór Ingi Jónsson,  Daníel Þorsteinsson, Kristján Edelstein og Atli Örvarsson sér um að útsetja tónlistina á töfrandi hátt.

Tónleikarnir verða í Akureyrarkirkju miðvikudaginn 13. desember kl. 20:00.

Miðasala er á tix.is og við innganginn, miðaverð 3.500 kr.