Iceland Airwaves á Akureyri

Akureyri er nú hluti af Iceland Airwaves  en veglega dagskrá verður á fimmtudag og föstudag í Hofi, Græna hattinum og Pósthúsbarnum.

Akureyri Backpackers er off venu staður en mikið verður um að vera allan daginn.  Rás 2 mun senda út frá Backpackers þar sem þeir munu reglulega taka á móti tónlistarmönnum.  Útsending Rásar 2 mun standa fram að tónleikum á Backpackers sem hefjast klukkan fimm á fimmtudag og föstudag.

Dagskráin er vegleg en flytjendur verða, Gringlombian, Vilja Niu, Darth Coyete, Milkywhale, Ösp, Tumi Pálma, Birkir Blær, Blueberry, GKR og Þorsteinn Kári.  Aðgangur er ókeypis á off venu tónleika á Akureyri Backapckers.

Allir þeir sem staddir eru á Akureyri er hvattir til að nýta sér þetta einstaka tækifæri og taka þá í veislunni.