Blak helgarinnar: sigur hjá karlaliðinu en konurnar töpuðu

Mynd: Egill Heinesen

Um helgina fór fram fyrstu heimaleikirnir hjá blakliðum KA en þá tóku liðin á móti Þrótti N í KA heimilinu.

Konurnar mættust í tvígang en karlaliðin einu sinni.

Umfjöllun um fyrri kvennaleikinn sem fram fór á laugardag.

Þróttur Nes sigraði KA stelpur nokkuð örugglega í þriggja hrinu leik í KA-heimilinu. Leikurinn fór 0-3 (15-25, 14-25, 10-25).

Þróttarar komu mjög ákveðnar til leiks í annarri hrinu og náðu fljótlega fimm stiga forrystu. KA tók leikhlé í stöðunni 13 – 7 Þrótturum í vil. Þróttarar gáfu ekkert eftir og héldu áfram að auka forrystuna. Voru þær komnar í 21 – 10

Í þriðju hrinu byrjuðu Þróttarar og komust í 9 – 0.   KA stelpurnar náðu sér á gott skrið í lok hrinunnar en var það aðeins of seint í rassinn gripið.. Hrinan endaði og 25 -10 Þrótturum í vil og unnu þar með leikinn 3 – 0.

Stigahæst í leiknum var María Díaz Perez, leikmaður KA með 9 stig, öll úr sókn. Stigahæst í liði Þróttar Nes var Særún Birta Eiríksdóttir með átta stig, á eftir henni var Paula Del Olmo Gomez með sjö stig, og síðan Heiða Elísabet Gunnarsdóttir og María Bóel Guðmundsdóttir með sex stig hvor.

Seinni kvennaleikur KA og Þróttar Nes fór fram í dag 8. okt í KA heimilinu.

Leikmenn beggja liða mættir ákveðnir til leiks og mikil barátta um hvert stig. Þróttarar sigu rólega framúr en KA stelpur ákveðnar í að hleypa þeim ekki langt framúr sér. Áfram hélt baráttan, mikill hiti í leikmönnum og þjálfurum og þurftu bæði liði að taka leikhlé í fyrstu hrinunni. Þróttarar höfðu þó góða yfirhönd og unnu leikinn 25 – 16. 

Áfram hélt baráttan í annarri hrinu og var jafnt í stöðunni 11 – 11. Og ennþá jafnt í stöðunni 13 – 13. Í lok hrinunnar voru Þróttarar búnar að loka á KA stelpurnar með þéttri hávörn og unnu hrinuna 25 – 18.

Þróttarar byrjuðu betur í þriðju hrinu og komust í 8 – 1. KA stelpur vöknuðu og tóku fjögur stig og komust í 8 – 5. Ekki dugði það og endaði hrinan 25 – 9 Þrótturum í vil og voru þær þá búnar að vinna leikinn 3 – 0.

Þá um karlaleikinn sem fram fór á laugardag.

Mynd: Egill Heinesen

KA – Þróttur Nes: Umfjöllun

Mizuno-deild karla hófst loksins á laugardag þegar lið KA tók á móti Þrótti Neskaupstað.

Fyrsta hrina var mjög jöfn og bæði lið ætluðu sér greinilega að vinna þennan fyrsta leik mótsins. Staðan var 18-18 þegar Sigþór Helgason fór í uppgjöf og skoraði þrjá ása í röð og breytti stöðunni í 21-18, KA í vil. Þróttarar náðu að minnka muninn aftur en hávörn KA-manna gerði mjög vel í lok hrinunnar og Akureyringar tryggðu sér 25-21 sigur.

Annað var uppi á teningnum í næstu hrinu, þar sem að KA voru sterkari. Framan af hrinu var staðan nokkuð jöfn en brátt sigu KA fram úr og unnu að lokum örugglega, 25-18.

KA hóf þriðju hrinu einnig af krafti og komust fljótt í 6-1. Þróttarar tóku þá við sér og komust yfir 12-11. Spilið orðið töluvert stöðugra sem og mistökum fjölgaði hjá KA. Jafnt var í 16-16 en þá hrukku KA enn einu sinni í gang og náðu afgerandi forystu, 20-16. Munurinn reyndist of mikill fyrir Þróttara og KA sigraði hrinuna að lokum 25-21, og þar með leikinn 3-0.

Stigahæstur í liði KA var Sigþór Helgason með 15 stig, en 7 af þeim komu beint úr uppgjöf. Miguel Mateo Castrillo skoraði einnig 15 stig fyrir Þrótt. Lið KA byrjar tímabilið því með góðum 3-0 sigri en þessi sömu lið mætast aftur á þriðjudag, þá á heimavelli Þróttar í Neskaupstað.

Myndirnar með fréttinni tók: Egill Heinesen