Finlandia og Frón

Stórviðburður í sinfóníska tónlistarheiminum.

Þann 22 október í Hofi, mun finnski hljómsveitarstjórinn Petri Sakari stjórna heimsfrumflutningi Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands á fyrsta Darabuka-konsert sögunnar sem heitir “Capriccio”

Tónskáldið Áskell Másson sem er vel þekktur hér heima og á alþjóða vísu á sviði tónsmíða og slagverkstónlistar og hefur unnið með mörgum hæfustu og virtustu slagverksleikurum heims.

Það sem er óvenjulegt við þennan viðburð er að höfundurinn Áskell, sem hefur stundað Darabukaleik í áratugi verður sjálfur einleikarinn.

Petri Sakari mun einnig stjórna Sinfóníu nr. 7 og Finlandia eftir landa sinn Jean Sibelius, og Frón eftir Áskel Máson

Tónleikarnir verða hápunkturinn á finnsku menningarveislunni í Hofi 16.-22. október.