,,Voyager/Ferðalangur“ í Deiglunni

Þér er boðið á opnun sýningarinnar „Voyager / Ferðalangur“ í Deiglunni á laugardag, 23. sept kl. 14 – 17. Einnig opið 14 – 17 á sunnudag.

Cindy Small er gestalistamaður Gilfélagsins í september og mun sýna afrakstur dvalar sinnar.Sýningaropnun í Deiglunni – Voyager eftir Cindy Small

Cindy Small er gestalistamaður Gilfélagsins í september og mun sýna afrakstur dvalar sinnar.

„Ferðalangur“

Stuttu eftir að ég kom til Akureyrar heimsótti ég safnið sem sýnir nú gömul íslensk kort. Margt við kortin gripu mig – fallegu landfræðiteikningarnar og notkun lita, stórfenglegu sæskrímslin og síbreytilegt form eyjarinnar eftir nýjar uppgötvanir.

Eftir því sem ég verð öruggari á þessu „ættleidda heimili“ breytist skilningur minn á landi og þjóð. Hver dagur er ný upplifun á loftslagi, landslagi, hljóði og lykt.

Ég hef búið til ný kort með uppgötvunum mínum, með áherslu á sjálfsmynda, „skrímsla“ sem Ferðalangurinn. Bátarnir, sem eru oft til staðar, tákna ferðina sem hefur prentast í hjarta mitt.

Takk, Akureyri.

Takk, Ísland.