Gleðilegt ár!

Gleðilegt ár, segir Þuríður Helga Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar glaðlega, og á þar við að nýtt starfsár er hafið hjá félaginu.

Fjörugt og nærandi veisluborð

Við munum bjóða upp á fjörugt og nærandi veisluborð fyrir gesti okkar í vetur, hjá leikfélaginu verða settar upp tvær frábærlega fyndnar leiksýningar, Kvenfólk, þar sem Hundur í óskilum fer yfir kvennasöguna á hundavaði og hið nýstofnaða Sjeikfélag Akureyrar setur upp Sjeikspír eins og hann leggur sig af miklu kappi. Leiðarljósið hjá LA frumsköpun leikskálda af svæðinu og nýta krafta þess sviðslistafólks sem hér er búsett.

Þuríður nefnir að húmor og hátíðleiki verði í góðu jafnvægi. Hjá Sinfóníuhljómsveit Norðurlands haldi uppgangurinn áfram, hljómsveitin spilar á átta viðburðum fyrstu átta vikur starfsársins en til samanburðar má geta þess að fyrir nokkrum árum voru tónleikar átta í það heila yfir árið. Það verður sérstaklega mikið um dýrðir þegar Matteusarpassía Bachs  verður flutt í fyrsta sinn á Akureyri um páskana. Hljómsveitin tekur líka þátt í fjölda stórra samstarfsverkefna á Akureyri og í Reykjavík og heldur áfram að taka að sér upptökuverkefni fyrir kvikmyndir.

Nýbreytni í kortasölu

Í ár bjóðum við upp á nýbreytni í kortasölu sem fellur betur að ólíkri starfsemi félagsins. Gestir geta valið fjóra tónleika og leiksýningar og fengið 30% afslátt.  Þessi nýbreytni hentar ólíkum sviðum félagsins vel og býður upp á nýja möguleika við að setja saman kort. Við mætum þörfum ungs fólks og eldri borgara og gerum þeim kleift að velja færri sýningar kjósi þeir það. Akureyri er mikill skólabær og viljum við með þessu leggja enn meiri áherslu á að ná til nýrra gesta. 

Öflugt barnamenningarstarf

I ár, eins og undanfarin ár, verðum við með sérstakar skólasýningar fyrir grunnskólabörn á Akureyri, auk þess sem að Barnamorgnarnir vinsælu verða á sínum stað í Hofi.

Menningarfélagið heldur úti Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar, þar er góður hópur fagmenntaðra kennara sem kenna tækni og aga ásamt því að byggja upp sjálfstraust, hugrekki og frumsköpun hjá nemendum.  Ákveðið var að efla skólann enn frekar og ljúka haustönninni með stórri uppfærslu og varð Skilaboðaskjóðan eftir Þorvald Þorsteinsson  fyrir valinu.

Tilvitnanir:

,,Leiðarljósið hjá LA frumsköpun leikskálda af svæðinu og nýta krafta þess sviðslistafólks sem hér er búsett.“

„Hljómsveitin spilar á átta viðburðum fyrstu átta vikur starfsársins en til samanburðar má geta þess að fyrir nokkrum árum voru tónleikar átta í það heila yfir árið.“

„Það er nýbreytni í kortasölu sem fellur vel að ólíkri starfsemi félagsins.“

Nánar um veislu vetrarins hjá Menningarfélagi Akureyrar:

Nýtt viðburðarár Menningarfélags Akureyrar er sannkölluð veisla. Veisluborð vetrarins er fjörugt og nærandi fyrir öll skilningarvit. Gestir geta valið úr fjölbreyttri afþreyingu í hæsta gæðaflokki og er áhersla lögð á nærandi gleði og fjör!

Tvær frábærlega fyndnar leiksýningar verða settar upp í Samkomuhúsinu hjá Leikfélagi Akureyrar, Kvenfólk og Sjeikspír eins og hann leggur sig, auk þess sem Stúfur snýr aftur með jólasýningu í Samkomuhúsið í desember.

Hundur í óskilum heldur áfram að varpa óvæntu ljósi á Íslandssöguna og flytur kvennasöguna á hundavaði, drepfyndna sagnfræði með söngvum. Hið nýstofnaða Sjeikfélag Akureyrar mun af kappi fremur en listrænu innsæi flytja öll verk Whilliam Shakespeare 27 talsins á 97 mínútum.

Ungt sviðslistafólk frá Akureyri tekur þátt af fullum krafti í starfi vetrarins bæði í uppfærslum og í Leiklistarskóla LA.  Jóhann Axel Ingólfsson, Sesselía Ólafsdóttir og Benedikt Karl Gröndal fara með aðalhlutverkin í Sjeikspír eins og hann leggur sig og vandræðaskáldið Vilhjálmur Bergmann Bragason aðlagar verkið fyrir LA. Gestasýningar á borð við „Hún pabbi“,  ,,Þú kemst þinn veg“  og Reykjavík Kabarett auka fjölbreytni og dýpka leiklistarupplifun áhorfenda á öllum aldri.

Leiklistarskóli Leikfélags Akureyrar er með góðan hóp fagmenntaðra kennara og frábæra aðstöðu í Samkomuhúsinu og Hofi. Námið í LLA miðar að því að nemendur byggi upp sjálfstraust, hugrekki og frumsköpun ásamt aga og tækni. Haustönn lýkur með uppfærslu Leiklistarskólans á Skilaboðaskjóðunni eftir Þorvald Þorsteinsson í Samkomuhúsinu.

Hjá Sinfóníuhljómsveit Norðurlands heldur uppgangurinn áfram, hljómsveitin mun spila á átta viðburðum fyrstu átta vikur starfsársins en til samanburðar má geta þess að fyrir nokkrum árum voru tónleikar SN átta yfir allt árið. Hljómsveitin tekur þátt í fjölda stórra samstarfsverkefna á Akureyri og í Reykjavík auk þess að taka að sér upptökuverkefni fyrir kvikmyndir. Í janúar mun hljómsveitin bregða undir sig betri fætinum og bjóða til í nýársfagnaðar með hátíðartónleikum, kvöldverð og dansleik í ævintýrakastalanum Hofi. Hörður Áskelsson stjórnar hljómsveitinni við það hátíðlega tilefni þegar Matteusarpassía Bachs  verður flutt í fyrsta sinn á Akureyri. Konur hafa verið í fararbroddi á heimsvísu við kynningu á íslenskri tónlist. SN ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur þegar frumflutt verður hljómsveitarverkið Ólafur Liljurós eftir eitt af höfuðskáldum Íslendinga Jórunni Viðar undir stjórn Hallfríðar Ólafsdóttur í apríl 2018.

Barnamorgnar í Hofi, sem ætlað er yngstu kynslóðinni, verða á sínum stað þar sem boðið er uppá brúðleikhús, brúðugerð, dans og ævintýraför með tónlistarlegu í vafi þar sem börnin mæta í búningum. Dans er áberandi á fyrri hluta starfsársins. Fyrst ber að nefna ballettinn Þyrnirós í uppfærslu St. Petersburg Festival ballettsins þar sem Sinfóníuhljómsveit Norðurlands flytur tónlist eftir Tchaikovsky sem sýndur verður í lok nóvember. Bæjarbúum er einnig boðið að koma og dansa í Hofi til að næra sál og líkama. Zumba, salsa og samkvæmisdansar munu þá ráða ríkjum í Hofi.

Til viðbótar þessu er ekki úr vegi að nefna að ýmis konar annað góðgæti verður á veisluborðin.  Þar má nefna að tónlistarhátíðina Iceland Airwaves, þar sem Ásgeir Trausti og Emilana Torrini troða upp,  í byrjun nóvember. 

Menningarfélag Akureyrar er þungamiðja öflugs menningarstarfs sem skapar ný samfélagsleg verðmæti með því að hlúa að frumsköpun ásamt þeim rótum sem MAk sækir í sögu Leikfélags Akureyrar, Hofs og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands“

Velkomin í veisluna í vetur.