Þór vann Leikni F. 2-1 (Myndir)

Kristján Örn Sig­urðsson, spilandi aðstoðarþjálf­ari Þórs, var hetja liðsins í 2:1 sigri á Leikni F. í In­kasso-deild­inni, 1. deild karla í knatt­spyrnu í kvöld. Hann skoraði sig­ur­mark leiks­ins á 89. mín­útu. Þór byrjaði leik­inn tölu­vert bet­ur og var það verðskuldað þegar Gunn­ar Örvar Stef­áns­son kom liðinu yfir eft­ir 21. mín­útu. Hann kláraði þá af stuttu færi eft­ir góða fyr­ir­gjöf Jónas­ar Björg­vins Sig­ur­bergs­son­ar. Þórsar­ar sóttu meira það sem eft­ir lifði hálfleiks, en þeim tókst ekki að bæta við marki og var staðan því 1:0 í leik­hléi. Jes­us Súarez jafnaði met­in á 71. mín­útu með mjög fal­legu marki. Hann tók þá skot af löngu færi sem hafnaði í blá­horn­inu. Flest benti til þess að 1:1 yrðu loka­töl­ur, en eins og áður hef­ur komið fram skoraði Kristján Örn Sig­urðsson sig­ur­markið. mbl.is

Myndir: Þórir Ó.Tryggvason