Fiskisöfnunarsamkeppni fyrir Fiskidaginn mikla 2017.

Nú skorum við á áhafnir og einstaklinga að taka þátt í léttri keppni og um leið að hjálpa til við að safna sem flestum  tegundum af fiskum fyrir fisksýninguna á Fiskidaginn mikla 12. ágúst 2017. Glæsileg verðlaun verða veitt fyrir 3 efsu sætin

Það sem þarf að gera er að búa vel um fiskana, setja með miða með frá hverjum eða hvaða áhöfn sendingin er, tenglið og símanúmer….merkja Fiskidagurinn mikli -Fiskmarkaðurinn á Dalvík, senda með Samskip og þá er flutningurinn frír.

Stjórnendur sýningarinnar fara yfir sendingarnar og gefa stig, því sjaldgæfari sem að fiskarnir eru því fleiri stig…en um að gera að senda allar tegundur, það gefa allir fiskar stig.

Nánari upplýsingar um keppnina veitir Júlíus 897 9748 

Nánari upplýsingar um fiska og annan fróðleik Skarphéðinn 892 6662

Keppnin stendur yfir í allt sumar og alveg fram að 10. ágúst.

Hér koma nokkur fiskanöfn sem að þátttakendur geta notað til að merkja við hjá sér.

Áll, Álsnípa, Áttstrendingur, Barri, Bergsnapi, Berhaus,Bersnati, Bjúgtanni, Bláflekkur, Blágóma, Blákjafta, Blálanga, Bláriddari, Bleikja, Blettaálbrosma, Blettamjóri, Bretahveðnir, Broddabakur, Brúna Laxsíld, Búrfiskur, Deplaháfur, Deplalaxsíld, Digra, Geirsíli, Dílamjóri, Djúpáll, Djúpkarfi, Djúpskata, Drekahyrna, Drumbur, Dvergbleikja, Dökkháfur, Ennisfiskur, Fjólumóri, Fjörsungur, Flekkjamjóni, Flundra, Fýlingur, Fölvi, Mjóri, Gapaldur, Geirnyt/Rottufiskur, Gíslaháfur, Gjölnir, Gleypir/Búksvelgur, Gljáháfur, Gljálaxsíld, Glyrnir, Grálúða,  Grásleppa, Guðlax,  Gullkarfi / Karfi, Gulllax, Hafáll, Háfur, Hákarl, Hálfberi mjóri, Hlýri, Hnúðlax, Hornfiskur, Hornsíli, Hveljusogsfiskur, Hvítaskata, Ingólfshali, Ískóð, Jensenháfur, Kambhaus, Karfalingur, Keila, Knurri, Kolbíldur, Kolmunni, Kolskeggur, Krækill, Kuðungableikja, Langa, Langhalabróðir,  Langlúra, Langnefur, Lax, Litla brosma, Litla Frenja, Litli Gulllax, Litli karfi, Litli Loðháfur, Litli Lúsífer, Loðháfur, Loðháfaseyði, Loðna, Lúða, Lúsífer, Lýr, Lýsa, Lýsingur, Makríll, Makrílsbróðir, Marhnútur, Marhnýtill, Marsilfri, Marsnákur, Násurtla, Nefáll, Rauðháfur, Rauðmagi, Rauðskinni, Regnbogasilungur, Sandhverfa, Sandkoli, Sandsíli, Sardína, Sars Álbrosma, Sexstrendingur, Silfurbrami, Síld, Sjóbirtingur, Skarkoli/Rauðspretta, Skata, Skjótta skata, Skrápflúra, Skötuselur, Sláni, Slétthali, Slétthaus, Slétthverfa, Slóans Gelgja, Snarpi Langhali, Sólflúra, Sprettfiskur, Spærlingur, Steinbítur, Stinglax, Stjarnmeiti, Stóra geirsíli, Stóra Sænál, Stóri Mjóni, Stóri Silfurfiskur, Stórkjafta / Öfugkjafta, Stórriddari, Stuttnefur, Surtla, Surtlusystir, Surtur, Svartgóma, Svarthveðnir, Svartsilfri, Sædjöfull, Sæsteinssuga, Tindabikkja, Tómasarhnýtill, Trjónuáll, Trjónufiskur, Trjónuhali, Tvírákamjóri, Ufsi, Uggi, Urrari, Urriði,Vígatanni, Vogmær, Ýsa, Þorskur, Þráðskeggur, Þrömmungur, Þykkvalúra/Sólkoli, Ægisangi, Aða, Einbúakrabbi, Gaddakrabbi, Hörpudiskur, Kolkrabbi / Kraki, Kræklngur, Kúfskel, Leturhumar, Óskabjörn, Pétursskip, Rauða risarækja, Rækja, Rækjukóngur, Sandrækja, Smokkfiskur, Sæbjúga, Sæeyra, Sækönguló, Trjónukrabbi, Töskukrabbi, Vörtusmokkur, Ígulker / Skollakoppur, Ígulker / Marígull, Krossfiskur, Sæstjarna, Beitukóngur, Slöngustjörnur, Marfló og Kórallar