Nýtt lag frá Stefáni Elí

Hinn 17 ára akureyski tónlistarmaður Stefán Elí hefur sent frá sér nýtt lag og myndband.  Lagið nefnist Wake Up og er þriðja lag Stefáns.  Áður hefur hann sent frá sér lögin Spaced Out og Too Late.  Sem fyrr er tónlistin melodískt hip-hop.  Stefán Elí semur bæði lag og texta ásamt því að sjá um allan flutning.  Haukur Pálmason sá um hljóðblöndun og hljómjöfnun.

Wake Up er jafnframt heitið á 9 laga mix-tape sem væntanlegt er frá Stefáni Elí á allar helstur tónlistarveitur í byrjun júlí.

Lagið og myndbandið má nálgast hér:

Too Late: