Fjallahjólreiðar kvenna á Akureyri á uppleið

Nóg var að gera hjá Akureyrskum hjólurum síðastliðna viku. Wow cyclothon fór fram með fjölda Akureyringa þó ekki hafi verið lið frá Akureyri í keppninni en KPMG, Samskip, Intothe Glacier voru ásamt liðinu Fuck Cancer sem varð til þegar ein af hjóladrottningum okkar á Akureyri fékk krabbamein og stofnaði til Wow liðs með öðrum stelpum og strákum sem voru í eða höfðu verið í sömu stöðu.

Akureyringar stóðu sig vel í Wow en þar var ekki endinn því í kjölfarið af Wow cyclothon var fjallabrunsmót í Vífilstaðahlíð þar sem Íslandsmeistarinn okkar frá Akureyri tók fyrsta sætið og Sara sem einmitt er upphafsmanneskja Fuck Cancer í Wow Cyclothon tók þriðja sætið….

Á Akureyri eru þessar tvær ásamt Elínu sem tók myndina með einhvern stærsta fjallahjólahóp landsins sem þær kalla Kvenduro sem dregið er af heiti íþróttarinnar Enduro þar sem hjólarar láta sig flakka niður brekkur, stökk og allskonar áskoranir…

Það er á hreinu að Fjallahjólreiðar kvenna eru á uppleið á Akureyri enda einhverjar bestu aðstæður til fjallahjólaiðkunar á landinu að finna hér í bæ og þó víðar væri leitað…