Þór tapaði fyrir Ægismönnum í bik­arn­um (Myndir)

Ægir úr Þor­láks­höfn, sem leik­ur í 3. deild, gerði sér lítið fyr­ir og sló 1. deild­arlið Þórs út í 32 liða úr­slit­un­um í bik­ar­keppni karla í knatt­spyrnu á Þór­svell­in­um í gær, eft­ir víta­spyrnu­keppni.Hetja Ægis­manna var markvörður­inn Magnús Kristó­fer And­er­son sem hélt hreinu í 120 mín­út­ur en leik­ur­inn endaði 0:0 eft­ir fram­leng­ingu, og hann varði síðan fjórðu víta­spyrnu Þórsara frá Orra Sig­ur­jóns­syni. Leik­menn liðanna skoruðu úr öll­um öðrum spyrn­um og það var Þorkell Þrá­ins­son sem skoraði úr síðustu spyrnu Ægis­manna og tryggði þeim 5:3 sig­ur í víta­keppn­inni.           mbl.is  Myndir: Þórir Ó.Tryggvason