Blak, tveir sigrar hjá körlunum en konurnar töpuðu

KA_Aft_2Nú fer að líða undir lok í Mizunodeildum karla og kvenna. Ljóst er að karlalið Stjörnunnar er í efsta sæti deildarinnar eftir sigur á HK. Það er ekki enn ljóst hver vermir efsta sæti deildarinnar í Mizunodeildinni í blaki.

Efstu fjögur liðin í Mizunodeild karla og kvenna halda áfram í Úrslitakeppni Íslandsmóts Blaksambands Íslands.

Lið Aftureldingar sótti KA strákana heim um helgina og spiluðu liðin tvo leiki. Einn á föstudagskvöld og annað í gær laugardag.

Lið Aftureldingar og KA hafa bæði spilað 18 leiki í Mizunodeildinni. Afturelding er með 20 stig í fjórða sætinu, og KA 18 stig í fimmta sætinu. Það hefði því dugað Aftureldingu að sigra fyrri leikinn 3-1 eða 3-0 til þess að tryggja sig áfram í úrslitakeppnina. Hins vegar komu heimamenn ansi ákveðnir til leiks og unnu báða leiki nokkuð örugglega 3 – 0. Þeir sitja því í fjórða sæti deildarinnar og eru þar af leiðandi komnir áfram í úrslitakeppnina.

KA stelpurnar tóku einnig á móti kvennaliði Aftureldingar í hörkuleik í gær, laugardag.  KA stelpurnar komu ákveðið til leiks og unnu fyrstu hrinuna nokkuð örugglega. Hins vegar unnu Afturelding næstu þrjár hrinur en þurftu að berjast fyrir hverju stigi, en unnu þar af leiðandi leikinn 3 – 1. Þar af leiðandi er ljóst að KA stelpurnar komast ekki áfram í úrslitakeppnina.

Myndir úr leikjum helgarinnar:

KA_Aft_1 KA_Aft_1_kvk KA_Aft_2 KA_Aft_2_kvk KA_Aft_3 KA_Aft_3_kvk KA_Aft_4 KA_Aft_4_kvk