Stórleikur helgarinnar, Þór – KR í 8 liða úrslitum

THTR9024Í dag tekur Þór á móti KR í 8 liða úrslitum Dominosdeildar karla í körfubolta í leik sem fram fer í íþróttahöllinni. KR ingar unnu fyrsta leik liðanna sem fram fór syðra á miðvikudagskvöld og því má búast við að Þórsarar mæti grimmir til leiks í dag þar á bæ ætla menn sér að jafna viðureignina. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki fer áfram í næstu umferð.

Leikur liðanna hefst klukkan 16:00 en húsið opnaði klukkan 14:15 þar sem Mjölnismenn verða með duglega upphitun. Upp úr klukkan 15 verður svo kveikt upp í grillinu og boðnir verða hamborgarar og Coka á sanngjörnu verði.