Ísland tapaði fyrir Spáni 1-3 (Myndir)

Íslenska kvennalandslið í íshokkí tapaði í gærkvöld fyrir Spáni í lokaleik Heimsmeistaramótsins í íshokkí í deild 2. II. Ísland þurfti nauðsynlega á sigri að halda til þess að krækja sér í bronsverðlaun en þær Spænsku fengu óskabyrjun í leiknum og komust í 3-0 áður en Ísland náði að minnka munninn í 3-1 en þannig enduðu leikar. Sunna Björgvinsdóttir var valinn besti leikmaður Íslands á mótinu og Eva Karvelsdóttir var valinn besti varnarmaður mótsins. Um 800 manns voru mætir í Skautahöllina í gær til þess að styðja okkar stúlkur. Ísland byrjaði leikinn af krafti og náðu tveimur vel útfærðum sóknarlotum strax í byrjun leiks. Það kom sem köld vatnsgusa í andlit íslenska liðsins þegar Spánverjar skoruðu fyrsta mark leiksins eftir aðeins tveggja mínútna leik. Það virtist sem íslenska liðið kæmist aldrei aftur af stað eftir þetta og þær spænsku héldu þungri pressu á íslenska liðinu og bættu við öðru marki um miðja lotuna og leiddu 2-0 eftir fyrstu lotu. Spánverjar bættu svo við þriðja markinu í byrjun annarar lotu og staðan orðin nokkuð dökk fyrir Ísland. Spænska liðið var mun sterkara í lotunni og staðan 3-0 eftir tvær lotur. Það var ekki fyrr en í þriðju lotunni sem íslenska liðið fór loksins í gang of fór að fá færi og um miðja lotuna minnkaði Eva Karvelsdóttir muninn í tvö mörk í yfirölu. Ísland fékk frábært færi til þess að minnka muninn í eitt mark skömmu síðar en markvörðu Spánverja bjargaði þeim á ótrúlegan hátt og Ísland komst ekki nær og Spánverjar tryggðu sér silfurverðlaun í mótinu. Eftir leikinn var verðlaunaafending í svellinu þar sem Mexíkó tók við gullverðlaunum, Spánn við silfri og Nýja-Sjáland fékk brons. Sunna Björgvinsdóttir var valinn besti leikmaður Íslands á mótinu og Evu Karvelsdóttur hlotnaðist sá heiður að vera valinn besti varnarmaður mótsins.

Myndir: Þórir Ó.Tryggvason

THTR3555 THTR3563 THTR3579 THTR3588 THTR3599 THTR3602 THTR3608 THTR3610 THTR3616 THTR3624 THTR3637 THTR3638 THTR3649 THTR3656 THTR3664 THTR3665 THTR3680 THTR3690 THTR3692 THTR3701 THTR3707 THTR3732 THTR3739 THTR3744 THTR3752 THTR3760 THTR3763 THTR3764 THTR3765 THTR3793 THTR3807 THTR3812 THTR3826 THTR3827 THTR3830 THTR3839 THTR3839-2 THTR3840 THTR3840-2 THTR3841 THTR3841-2 THTR3842 THTR3842-2 THTR3843-2 THTR3847 THTR3854-2 THTR3855-2 THTR3857-2 THTR3859-2 THTR3862-2 THTR3864 THTR3867-2 THTR3871-2 THTR3874-2 THTR3875-2 THTR3877-2 THTR3879-2 THTR3880-2 THTR3882-2 THTR3883-2 THTR3889 THTR3891 THTR3899-2 THTR3901-2 THTR3903-2 THTR3905-2 THTR3912 THTR3913 THTR3916 THTR3917 THTR3920 THTR3928 THTR3932 THTR3933 THTR3939 THTR3941 THTR3943-2 THTR3944 THTR3949 THTR3956 THTR3977 THTR3979 THTR3987 THTR3991 THTR3993-2 THTR3995-2 THTR3999-2 THTR4004 THTR4007-2 THTR4010-2 THTR4013-2 THTR4019-2 THTR4021-2 THTR4026-2 THTR4027 THTR4032-2