Kaldbakur er kominn heim

Kald­bak­ur EA 1, nýr ís­fisk­tog­ari Útgerðarfé­lags Ak­ur­eyr­inga, er kominn til Ak­ur­eyr­ar í dag laug­ar­dag er gest­um boðið að skoða skipið frá klukk­an 12-15. Skipið er hið fyrsta af fjór­um syst­ur­skip­um sem smíðuð eru hjá Cem­re-skipa­smíðastöðinni og fara tvö til Ak­ur­eyr­ar, eitt á Dal­vík og eitt til Sauðár­króks. Kristján Vil­helms­son, út­gerðar­stjóri, Sam­herja, seg­ir að skip­in séu tækni­lega full­kom­in og áhersla hafi verið lögð á hag­kvæmni í ork­u­nýt­ingu. Á næstu vik­um verður búnaður sett­ur upp á vinnslu­dekki Kald­baks og verður það verk unnið í um­sjón Slipps­ins á Ak­ur­eyri. Reiknað er með að Kald­bak­ur fari til veiða í kring­um sjó­mannadag í byrj­un júní. Skip­stjór­ar verða Sig­trygg­ur Gísla­son og Ang­an­týr Arn­ar Árna­son, yf­ir­vél­stjóri er Hreinn Skúli Er­harts­son. Alls verða 13-15 manns í áhöfn, mis­jafnt eft­ir verk­efn­um.

Myndir: Þórir Ó.Tryggvason

THTR32321 THTR32961 THTR32962 THTR33761 THTR35301 THTR35302