Ísland tapaði fyrir Nýja-Sjáland (3-4) Myndir

Íslenska kvennalandslið í íshokkí tapaði í gærkvöld fyrir Nýja-Sjálandi eftir að hafa leitt leikinn 3-1 í annarri lotu en Nýja-Sjáland skoraði 3 síðustu mörk leiksins og unnu 4-3. Nýja-Sjáland komst þar með upp fyrir Ísland í annað sætið en Ísland mætir Spáni á morgun en þá ræðst hvaða lið ná verðlaunasætum.

Nýja-Sjáland komst yfir í leiknum í gær snemma í fyrstu lotu og staðan var 0-1 eftir fyrstu lotu. Flosrún Jóhannesdóttir jafnaði leikinn strax í byrjun annarar lotu og kom svo Íslandi í 2-1 skömmu síðar. Silvía Björgvinsdóttir kom svo Íslandi í 3-1 um miðja lotuna en Nýja-Sjáland minnkaði munninn um hæl í 3-2. Þriðja lotan var æsispennandi en bæði lið fengu góð marktækifæri en það var Nýja-Sjáland sem var fyrr til að skora og jafnaði leikinn þegar um 7 mínútur lifðu leiks og skoruðu svo fjórða markið og komst yfir í leiknum þegar aðeins 3 og hálf mínúta voru eftir. Ísland lagði allt í sölurnar til þess að jafna leikinn en allt kom fyrir ekki og Nýja-Sjáland hirti öll stigin þrjú og annað sætið úr greipum Íslands. Flosrún Jóhannesdóttir var valin besti leikmaður liðsins í leiknum en hún hefur nú skorða 6 mörk í mótinu og átt tvær stoðsendingar og er bæði marka- og stigahæsti leikmaður mótsins til þessa.

Myndir: Þórir Ó.Tryggvason

      THTR2855THTR2860THTR2867THTR2873THTR2882THTR2885THTR2891THTR2902THTR2912THTR2915THTR2917THTR2953THTR2960THTR2967THTR2970THTR2975THTR2976THTR2977THTR2979THTR2981THTR2995THTR2997THTR3001THTR3011THTR3018THTR3035THTR3039THTR3044THTR3054THTR3062THTR3067THTR3071THTR3076THTR3082THTR3091THTR3098THTR3100THTR3103THTR3106THTR3111THTR3113THTR3114THTR3115THTR3116THTR3117THTR3118THTR3126THTR3127THTR3132THTR3139THTR3140THTR3142THTR3143THTR3145THTR3147THTR3148THTR3160THTR3162THTR3167-2THTR3170THTR3172THTR3184THTR3187THTR3191