Ísland vann Tyrkland í gær (6-0)

Íslenska liðið kom ákaflega einbeitt til leiks í gærkvöldi og setti strax í flug gírinn. Sunna Björgvinsdóttir skoraði fyrsta mark leiksins en Flosrún Jóhannesdóttir bætti við tveimur mörkum og Þorbjörg Geirsdóttir einu áður en flautað var til fyrsta leikhlés. Íslenska liðið kom afslappað til leiks í annarri lotunni enda staðan góð en var þó alltaf mun sterkari aðilinn og fengu urmul af góðum færum en markvörður Tyrkja stóð vaktina vel. Í þriðju lotunni datt spilið aðeins niður en Eva Karvelsdóttir bætti við fimmta marki Ísland um miðja lotuna og Flosrún Jóhannesdóttir fullkomnaði svo þrennuna sína og bætti við sjötta marki Íslands aðeins 4. Sekúndum fyrir leikslok. Guðlaug Þorsteinsdóttir stóð í marki Íslands í gærkvöld og átti stórleik og hélt markinu hreinu og var fyrir vikið valinn besti leikmaður liðsins í leiknum.

Myndir: Þórir Ó.Tryggvason

THTR2608 THTR23641 THTR23661 THTR23721 THTR23831 THTR23891 THTR23971 THTR23981 THTR24111 THTR24151 THTR24351 THTR24431 THTR24471 THTR24541 THTR24641 THTR24651 THTR24761 THTR24821 THTR24891 THTR25101 THTR25241 THTR25521 THTR25741 THTR25871 THTR25941 THTR26041 THTR26051 THTR26091 THTR26101 THTR26121 THTR26141 THTR26161 THTR26181 THTR26211 THTR26381 THTR26541 THTR26721 THTR26891 THTR26931 THTR27021 THTR27191 THTR27541 THTR27731 THTR27981 THTR28021 THTR28051 THTR28071 THTR28101 THTR28201 THTR28331