Söngvakeppni Rúv 2017: Rúnar Eff stigur á svið á laugardagskvöld

Runar FAkureyringurinn Rúnar Eff er einn þátttakenda í söngvakeppni Sjónvarpsins í ár en hann sendi inn lagið  ,,Mér við hlið“ sem er frumsamið og flutt af honum sjálfum.

Alls eru lögin 12 sem keppa til úrslita í keppninni sem sýnd verður í beinni útsendingu á Rúv. Fyrra úrslitakvöldið er á morgun, laugardag og hið síðara viku síðar eða 4. mars.

Rúnar Eff er meðal flytjenda í þættinum annað kvöld sem hefst klukkan 19:45.

Lagið ,,Mér við hlið“ samdi Rúnar Eff til kærustu sinnar Helgu Bjarkar fyrir um tveim árum þegar hún ákvað að fara í stutt frí heim til Ísafjarðar. ,,Þá leiddist mér heil ósköp frá fyrsta degi og sendi henni þetta lag“ segir Rúnar Eff.

Rúnar fór í studio stuttu seinna og hljóðritaði lagið en var einhvern veginn aldrei nógu sáttur við það til að láta það frá sér fyrr en núna þegar ég tók það allt upp á nýtt, lagaði og breytti og sendi inn í söngvakeppnina.

,,Myndbandið er tekið upp á Götubarnum á Akureyri og fékk ég hina og þessa vini og kunningja til að koma og fíflast aðeins með mér. Myndbandið er skotið á snúningsborði og lagið spilað löturhægt á meðan upptökum stóð. Svo þegar lagið er spilað á eðlilegum hraða og upptökunni hraðað svo það passi kemur ansi skemmtilegur effect á þetta“ segir Rúnar.

Hægt er að hlusta á öll lögin í undankeppninni á Rúv.is

Mér við hlið

Lag & texti: Rúnar Eff

upptökur & hljóðvinnsla: Vignir Snær Vigfússon

Útsetning: Rúnar Eff & Vignir Snær Vigfússon

Myndband

Myndataka, leikstjórn & eftirvinnsla: Elvar Örn Egilsson

Myndband:

Akureyri.net óskar Rúnari Eff góðs gengis.