Skortur á frjálsum óháðum fjölmiðlum á landsbyggðinni er stórhættulegt lýðræðisvandamál!

Jón Ólafur Björgvinsson. Mynd: Kristín Sigurjónsdóttir

Jón Ólafur Björgvinsson. Mynd: Kristín Sigurjónsdóttir

Jón Ólafur Björgvinsson skrifar

Málefni venjulegs fólks á landsbyggðinni eru sjaldan birt í stærri fjölmiðlum á Íslandi. Einfaldlega vegna þess að í þeim vefmiðlum eða þeim örfáu prentuð blöðum sem fólk hefur aðgang að eru ekki birtar neinar “krítískar” greinar um bæjarmál eða stjórnsýslumál yfir höfuð tekið.

Fullt af tilkynningum og “fréttum um ekki neitt” birtast vissulega daglega og allt virðist á yfirborðinu vera í góðu lagi. En auðvitað hafa stærri fjölmiðlar engan áhuga á að birtar fréttir um ekki neitt, en þeir eru svo sem ekkert sérstaklega duglegir eða áhugasamir um að afla sér frétta frá landsbyggðinni heldur.
Öll dýrin í skóginum eru vinir og allir eru sammála, hér er ekkert að gerast, eða hvað?

En þegar maður er á kaffihúsi, í matarboðum eða bara í kaffipásu í vinnunni þá er fólk að tala um málefni dagsins og það sem er á “bæjarlínunni” þessa stundina.
En í dag getur maður virkilega spurt sjálfan sig hvaðan fréttirnar sem fólk er að tala um koma, sérstaklega í litlum bæjarfélögum út á landi.

“Neiiiii, é dúdda mía, hvar heyrðurðu þetta? Svarið er oftast:

Las þetta á “Gróa á Leiti.is” eða “Skúli fúli” var að blogga um þetta og svo birti “Fúll á móti (öllu)” meira segja mynd af þessu á Facebook! “ Guð minn almáttugur er þetta SATT?

Já, einmitt ER ÞETTA SATT?

Það eru ekki margir sem hafa það fyrir atvinnu á landsbyggðinni að spyrja bæjarstjórann, nefndarformenn eða aðra ráðamenn spurninga, leita að sannleikanum og sjá til að hann sé birtur á þann hátt að almenningur geti byggt sér skoðanir sem byggja á áráðanlegum heimildum.
Það er einnig mikilvægt að þeir sem gefa sig inní pólitísks störf hafi möguleika að útskýra sínar ákvarðanir án þess að vera rakaðir niður í kjaftasögum og ósannindum sem fer eins og eldur um sinu á bæjarlínunni og á Facebook.

Allir virðast eiga “sannleikann” í dag, eða að minnsta kosti taka sér það bessaleyfi að birta:
“Alternative news og alternative truth”

Hver vill svo sem bjóða sig fram í ábyrgðarstöður í nefndum og önnur lýðræðislega mikilvæg störf, eyða sínum frítíma í eitthvað sem maður fær bara skít og skömm fyrir og taka þá áhættu að fólk getir ekki gert greinarmun á sjálfboðastarfi og persónu.

Þegar Gróa á Leiti.is er þegar búinn að segja öllum “sannleikann” hefur þetta fólk engan möguleika að verja sig eða útskýra sína hlið á málinu. Á sér ekki viðreisnar von!
Hvar? Eða hver á svo sem að birta það og hver hefur svo sem áhuga á að heyra “sannleikann”
Þetta er þegar orðinn gömul frétt, Gróa er svo góður og afkastamikill ritstjóri og vegna skorts á samkeppni er hún alltaf fyrst út með “fréttirnar og sannleikann”.

Það er kannski ekki svo skrítið að fólk á Íslandi “neyðist” til að kjósa yfir sig sömu vitleysuna aftur og aftur á fjögra ára fresti. Samt er enginn skortur á hæfileikaríkum konum og körlum á Íslandi.
Lýðræði felst ekki í því að bara kjósa og síðan fara heima og nöldra á Facebook í fjögur ár, virkir meðborgarar taka þátt í uppbyggingu samfélagsins hvort sem það er stutt í kosningar eða ekki.

En svo þarf náttúrulega einhvern / einhverja í það að “þora” að spyrja, þora að birta og opna umræðu um hluti sem við erum ekki sammála um án þess að tapa auglýsingatekjum, án þess að fá á sig persónulegan skít og ásakanir um til dæmis að hafa einhvern persónulegan ávinning af birtingu frétta.

Undirritaður fékk persónulega að finna fyrir þessari skuggahlið tilverunnar þegar hann tók að sér að skrifa fréttatilkynningar og “fréttir um ekki neitt” í Sigló.is.

Fréttir með myndum og frásagnir af hinu og þessu sem var að gerast í þessu litla fallega firði. Bæjarbúar og brottfluttir eru lesendur, mjög skemmtilegt og illa launað sumarstarf fyrir áhugaljósmynda nörd, góð hvíld fyrir sál og líkama frá félagslegum vandamálum sem ég hef fyrir aðalstarf hér í Svíþjóð.

Krossinn fallegi í syðri kirkjugarðinum og vaskir sjálfboðaliðar í bakgrunninum

Krossinn fallegi í syðri kirkjugarðinum og vaskir sjálfboðaliðar í bakgrunninum

Síðan gerist það að margir bæjarbúar (þá meina ég margir og á öllum aldri og af báðum kynjum) komu á tal við mig, bara svona út á götu og vildu að ég skrifaði um ástandið í kirkjugörðum fjarðarins, það er að segja á Siglufirði, ekki í Fjallabyggð sem heild, það skal tekið fram að kirkjugarðurinn á Ólafsfirði er í fínu lagi.

Ég birti þarna nokkrar greinar með myndum og þetta mál varð minnst sagt mjög svo skrúfað og ég saklaus sumardrengur frá Svíþjóð átti alls ekki von á þeim jákvæðu og neikvæðu viðbrögðum sem það eitt að spurningum var beint til bæjaryfirvalda og annarra sem báru ábyrgð á kirkjugarðsmálefnum fjarðarins völdu.

Þetta varð frétt á landsvísu, vitnað var í þessar greinar í öllum stærri fjölmiðlum landsins og Akureyri vikublað birti einnig grein undir fyrirsögninni: „Skoðanafrelsi ekki sem skyldi á Siglufirði?
Þar finnst mér greinarhöfundur Akureyri vikublað hitta beint í mark af hverju að það sé lýðræðisvandamál að skortur sé á krítískum greinum um bæjarmál og annað sem miður fer í okkar annars góða landi, þá sérstaklega út á landi.
Ég vill biðjast afsökunar á að hafa svarað með grein sem sem heitir: Nei, það er enginn skortur á skoðanafrelsi á Sigló.
Þó svo að ég sé sammála Birni Þorlákssyni að mörgu leiti í mínu svari þá er það sannleikur málsins að rekinn var endi á þetta mál vegna áhrifa og skoðunar afla sem ekki geta talist lýðræðisleg. Hvorki þá og ennþá minna í dag.

Ég skora á alla sem hafa áhuga á lýðræðismálefnum og framtíð hagsmuna landsbyggðarinnar að gefa sér tíma til að lesa þessar stuttu greinar, þær gefa góða innsýn í vanda og mikilvægi frjálsra og óháðra fjölmiðla í litlum sem og stórum samfélögum.

Skoðanafrelsi ekki sem skyldi á Siglufirði? (Akureyri vikublað, 27 tölublað, 9 júlí 2017)

Mynd úr gamla kirkjugarðinum. Mynd: Jón Björgvinsson

Mynd úr gamla kirkjugarðinum. Mynd: Jón Björgvinsson

Jón Björgvinsson, blaðamaður á siglo.is, vekur í pistli á vefsíðunni athygli á grafalvarlegum vanda kirkjugarðsins í Siglufirði. Hann segir slæma umhirðu á gróðri og girðingum í syðri kirkjugarði Siglfirðinga.
Ástandið sé litlu skárra í gamla kirkjugarðinum. Í bókun bæjarráðs Fjallabyggðar um vandann segir „Bæjarráð harmar ástand kirkjugarða í Siglufirði, en þeir eru á ábyrgð sóknarnefndar Siglufjarðarkirkju.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að koma með umsögn um málið á næsta fundi bæjarráðs.
“Jón fer í pistli sínum mörgum orðum um viðbrögð bæjarbúa í kjölfar þess að siglo.is skrifaði gagnrýna umfjöllun um málið.

Verður ekki betur séð af skrifum hans en hann telji að hann hafi ekki haft frelsi til að fjalla neikvætt um héraðsmál.„

Það er hins vegar mjög sárt og leiðinlegt að heyra niðrandi orð um fólk sem hefur setið í nefndum og unnið óeigingjarnt starf í þágu bæjarbúa, eftir bestu getu, það á náttúrulega þakkir skilið en það getur líka verið lausn í hinu góða formi af lýðræðissamfélagi að nefndir og stjórnir sem telja sig ekki geta fjárhagslega, stjórnsýslulega eða hreint af lagalega sinnt sínum verkum að þá þarf það hvorki að vera ósigur eða niðurlæging að segja af sér ábyrgð og láta aðra nýja krafta koma með lausnir, nýja forgangsröðun og hugmyndafræði,“ skrifar Jón.

EKKI TILGANGUR GAGNRÝNI AÐ SUNDRA

Hann bætir við: „Það er einnig særandi að heyra að ætlun Sigló.is með því að birta svona neikvæða grein um okkar annars svo fallega fjörð væri að skapa sundrun og ósætti á milli bæjarbúa. Það liggur náttúrulega oft í manneskjulegu eðli að “Skjóta frekar saklausan boð- berann” heldur en að horfast á við augun á köldum veruleikanum.

Það er líka svo létt að vera “Skúli fúli” sem er almennt á móti öllu, bara öllu, án útskýringa á netinu og telja sig ekki þurfa að standa fyrir neinu sem maður hrækir út úr sér.

En allar skoðanir sem fólk sendir inn eru samt birtar.

Það er auðvitað hlutverk bæjarmiðils eins og Siglo.is að birta myndir og skrifa um hluti sem bæjarbúar eru ekki ánægðir með, ekki bara gulli gulli gull gull myndir af fallegu sólarlagi, skemmtanalífi eða fallegu húsunum sem hann Róbert er að byggja.

Nei, og hér fer ekki fram rannsóknar blaðamennska á háu stigi heldur, en það er samt skoðana frelsi hér þó að við búum í litlum bæ þar sem kannski mörgum finnst best að “öll dýrin í skóginum séu vinir”.
Þó getur það líka verið jafn hættuleg hugmynda fræði eins og hún er falleg, því þá verður enginn þróun, ekkert sem rekur okkur áfram, enginn vilji til að gera betur, allir eru bara sammála um að allt er gott eins og það er.

HÆGT AÐ VERA ÓSAMMÁLA ÁN ÓVILDAR

Jón bendir á að þegar þorpsbúarnir séu ósammála séu þeir ekki endilega óvinir.
Þá verður ekki betur séð af pistli hans en fólk í opinberum stöðum hafi leyft sér að hundsa siglo.is og svara ekki spurningum vegna óánægju ráðamanna með umfjöllun.

Þannig skrifar hann:

Sigurður Hlöðversson formaður mætir í sjálfboðavinnuna

Sigurður Hlöðversson formaður mætir í sjálfboðavinnuna

„Það viðmót sem fréttaritari Sigló.is fékk frá formanni sóknarnefndar þegar hann kom suður í garð kl: 16:15 til að að- stoða sjálfboðaliðana en þá stóð fréttaritari utan við hliðið og tók myndir í helli rigningu og dáðist af dugnaði og fórnvísi sex kvenmanna sem þrátt fyrir leiðinda veður voru mættar á staðinn.

Fréttaritari var búinn að undirbúa 3 spurningar til formannsins og var að vonast til að hitta hann við þetta tilfelli. Sigurður Hlöðversson formaður mætir í sjálfboðavinnuna
“Blessaður Sigurður……..” sagði fréttaritarinn kurteislega og en náði ekki að segja neitt meira áður en formaðurinn svarar og sýndi það virkilega með kropp og sál að hann meinti það sem hann sagði:
”Blessaður og BLESS” með mjög harðri áherslu á orðið BLESS og sýndi það á allan hátt að hann vildi ekki ræða við fréttaritara Sigló.is og að fréttarritari var ekki velkomin á þennan opinbera stað þessa stundina.

Gjörsamlega fáránleg framkoma hjá manni sem fer með embætti formanns í nefnd á vegum Íslensku kirkjunnar,“ skrifar blaðamaður siglo.is

Svo nefnir Jón spurningarnar 3 sem aldrei komust í loftið:

1. Þegar ljóst var snemma í vor að hvorki var til fjármagn eða mannafli hjá sóknarnefnd til að leysa þau verkefni sem ykkur ber skylda til að leysa, hefði þá ekki verið réttara að gera Bæjarráði grein fyrir vandanum og biðja um hjálp þá þegar ?

2. Hver eða hverjir hafa verið verktakar síðustu 3 árin og haft ábyrgð á umhverfi kirkjugarðanna og hvað hefur það kostað árlega?

3. Er það alveg útilokuð lausn að sóknarnefnd segi af sér og leyfi nýjum aðilum að takast á við vandann með öðrum hugmyndum en sjálfboðavinnu bæjarbúa?

Geta má þess að í meistararitgerð frá árinu 2014 í Félagsvísindadeild Háskóla Íslands, var gerð rannsókn á högum blaðamanna víða um land.
Þeir voru m.a. spurðir um eigið frelsi til að skrifa gagnrýnar fréttir. Kom fram í meistararitgerðinni að hluti blaðamanna þorir vart að skrifa gagnrýnar fréttir um nærsamfélagið, einmitt vegna ótta um aðkast.

Nei, það er enginn skortur á skoðanafrelsi á Sigló (Siglo.is 10 júlí 2015)

Í AKUREYRI vikublað (bæjarblað Akureyringa) sem er borið í hús hér víða má lesa grein á bls.8 þar sem vitnað er í greinaskrif fréttaritara Sigló.is varðandi kirkjugarðsvandamál bæjarins og er fyrirsögnin: „Skoðanafrelsi ekki sem skyldi á Siglufirði?“ (Sjá vikublaðið hér í pdf formati, flettið síðan að bls 8)
„Jón fer í pistli sínum mörgum orðum um viðbrögð bæjarbúa í kjölfar þess að siglo.is skrifaði gagnrýna umfjöllun um málið.
Verður ekki betur séð af skrifum hans en hann telji að hann hafi ekki haft frelsi til að fjalla neikvætt um héraðsmál. BÞ“

Mynd úr gamla kirkjugarðinum. Mynd: Jón Björgvinsson

Mynd úr gamla kirkjugarðinum. Mynd: Jón Björgvinsson

Nei, það er enginn skortur á skoðanafrelsi á Sigló.is eða hjá bæjarbúum en grein fréttaritara: Pistill: Kirkjugarða vandamál Siglfirðinga eru grafalvarleg mál tekur púlsinn á því vandamáli þegar birtar eru neikvæðar greinar í litlum bæjarmiðlum. En miðað við viðbrögð 99.9 % bæjarbúa þá er það augljóst að fólk vill og hefur þörf fyrir miðla sem hlusta og tala um það sem fólki finnst miður fara í þeirra samfélagi.

En að sjálfsögu mikilvægt að skrif bæjarmiðla snúist aldrei um að ráðast á persónu annarra, því það er verulegur munur á persónu fólks og því opinbera hlutverki sem sú manneskja sinnir í samfélaginu.
Síðan er það ómögulegt að EKKI vera skyldur eða á einhvern hátt tengdur meirihluta íbúa bæjarins.
Sigló.is er líka af því leitinu til frjáls miðill að vera ekki svo háður auglýsingatekjum og að eigendur hafa aldrei og munu aldrei leggja sig í hvað fréttaritari skrifar í sínu eigin nafni. Ef slíkt myndi gerast mun undirritaður ekki skrifa eitt orð til viðbótar í þennan miðil.

Sigló.is er sá miðill þar sem ekkert er of smátt eða ómerkilegt eða of stórt til að skrifa um, lífið og fólkið í bænum er grunnur þessa miðils.

Sigló.is býður bæjarbúum upp að hafa samband gegnum síma 842-????? eða sms og gegnum tölvupóst nonnibjorgvins@?????????.com.

En eins og blaðamaður Akureyri vikublað bendir á í lok greinar sinnar getur skoðanafrelsi verið skorðað að vissu leiti í minni miðlum og bæjarblöðum eins og sjá má á tilvísun hans hér neðan.

„Geta má þess að í meistararitgerð frá árinu 2014 í Félagsvísindadeild Háskóla Íslands, var gerð rannsókn á högum blaðamanna víða um land. Þeir voru m.a. spurðir um eigið frelsi til að skrifa gagnrýnar fréttir. Kom fram í meistararitgerðinni að hluti blaðamanna þorir vart að skrifa gagnrýnar fréttir um nærsamfélagið, einmitt vegna ótta um aðkast. -BÞ“

Greinarhöfundur er Íslenskur ríkisborgari fæddur og uppalinn á Siglufirði, búsetur í Svíþjóð.

Lifið heil

Jón Ólafur Björgvinsson

(Nonni Björgvins)