KEA færir Sjúkrahúsinu á Akureyri 10 milljónir til tækjakaupa

FSA_Norðan

Mynd: Palli Jóh

Hall­dór Jó­hanns­son, fram­kvæmda­stjóri KEA, og Birg­ir Guðmunds­son stjórnarformaður KEA, af­hentu í dag Sjúkra­hús­inu á Ak­ur­eyri 10 millj­ón­ir króna að gjöf til kaupa á nýju gegnum­lýs­ing­ar­tæki.

Gjöf­in var gef­in sjúkra­hús­inu í til­efni að því að KEA fagn­ar í ár 130 ára af­mæli sínu.

Hafi fé­lagið hagnað af starf­semi sinni er það vilji KEA að láta gott af sér leiða með stuðningi við menn og mál­efni. Liður í því er að styðja eins og við get­um við bakið á lyk­il­stofn­un­um á fé­lags­svæði KEA, svo sem Sjúkra­hús­inu á Ak­ur­eyri og Há­skól­an­um á Ak­ur­eyri,“ er haft eft­ir Hall­dóri í frétta­til­kynn­ingu.

Gegnum­lýs­ing­ar­tækið er rönt­g­en­tæki sem aðallega er notað á skurðstof­um. Með tæk­inu er unnt að gegnum­lýsa sjúk­ling sam­tím­is sem verið er að fram­kvæma aðgerð og sjá á skjá hvað ger­ist inni í lík­am­an­um í raun­tíma.

Tækið er mest notað þegar verið er að lag­færa bein­brot, við opn­ar aðgerðir á bein­um, við nýrna­steins- og æðaaðgerðir og þegar gangráður er þrædd­ur í hjarta. Tæki sem þetta er  al­ger­lega ómiss­andi á nú­tíma skurðstofu.

Þessi höfðing­lega af­mæl­is­gjöf KEA mun nýt­ast sjúkra­hús­inu mjög vel,“ er haft eft­ir Bjarna S. Jónas­syni, for­stjóra Sjúkra­húss­ins á Ak­ur­eyri, í til­kynn­ing­unni. Hann bend­ir á að nýja gegnum­lýs­ing­ar­tækið mun leysa af hólmi rúm­lega 20 ára gam­alt tæki og end­ur­nýj­un­in sé meira en tíma­bær.