Ak­ur­eyri og ÍBV í dag (24-24)

Ak­ur­eyri og ÍBV buðu upp á trylli í dag þegar liðin mætt­ust í Olís-deild karla í hand­bolta. Eft­ir æsispenn­andi loka­mín­út­ur skildu liðin jöfn 24:24. Ak­ur­eyr­ing­ar hafa nú spilað fjóra leiki í röð án taps en liðið er enn í botnsæti deold­ar­inn­ar, nú með átta stig. Eyja­menn eru komn­ir í tólf stig. Eyja­menn voru ör­lítið beitt­ari í upp­hafi leiks en heima­menn náðu að jafna fyr­ir hálfleik. Í seinni hálfleik var allt á suðupunkti og liðin skipt­ust á að taka for­ust­una. Menn fuku útaf við hvert tæki­færi og heitt var í kol­un­um. Ak­ur­eyr­ing­ar eygðu sig­ur um stund en Eyja­menn skoruðu síðasta markið. Þeir fengu svo loka­sókn­ina en frá­bær markvörður Ak­ur­eyr­inga varði það rétt í þann mund sem lokaf­lautið gall.
Leik­ur­inn var ein­vígi tveggja hægri­horna­manna. Kristján Orri Jó­hanns­son var ótrú­leg­ur hjá heima­mönn­um. Hann skoraði þrett­án mörk en í síðasta leik liðsins var hann með ell­efu. Eyjamaður­inn Theó­dór Sig­ur­björns­son var eng­inn eft­ir­bát­ur Kristjáns Orra. Hann skoraði tólf mörk, þar af sjö úr vít­um. Theó­dór var einnig dug­leg­ur við að fiska bolt­ann ívörn­inni og skóp nokk­ur mörk með því.  mbl.is

Myndir: Þórir Ó.Tryggvason    Fleiri  myndir væntanlegar á    http://www.akureyri-hand.is/

thtr4531 thtr4555 thtr4568 thtr4594 thtr4647 thtr4657 thtr4692 thtr4708 thtr4753