Logi Már Einarsson nýr formaður Samfylkingarinnar

Logi Már Einarsson

Logi Már Einarsson

Það er skammt stórra högga á milli hjá arkitektinum og bæjarfulltrúanum Loga Má Einarssyni sem í sumarbyrjun var kjörinn varaformaður Samfylkingarinnar og í nýafstöðnum kosningum var svo Logi kjörinn á þing.

Eftir afar slakt gengi flokksins í kosningunum tilkynnti Oddný G. Harðardóttir eftir fund sinn í dag með Forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni að hún hafi ákveðið að segja af sér sem formaður og rétti þar Loga keflið og mun hann því leiða flokkinn í þeirri endurreisn sem framundan er.

Í viðtali við mbl.is í dag sagði Logi Már eftirfarandi „Þetta er al­farið henn­ar ákvörðun. Hún axl­ar ábyrgð og mark­ar þannig tíma­mót í ís­lensk­um stjórn­mál­um. Þar með er ekki sagt að hlut­irn­ir séu svo ein­fald­ir að hún beri ábyrgð á ósigr­in­um, það ger­um við öll,“ sagði Logi Ein­ars­son, sem tek­ur við stöðu Odd­nýj­ar G. Harðardótt­ur sem formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.