Akureyri og FH skildu jöfn

Úr myndasafni. Mynd: Þórir Tryggva

Úr myndasafni. Mynd: Þórir Tryggva

Akureyri tók á móti FH í 9. Umferð Olísdeildar karla í handbolta í kvöld í leik sem fram fór í KA heimilinu. Framan af leik voru gestirnir oftast skrefinu á  undan Akureyri og leiddu með tveimur mörkum í hálfleik 11-13. FH hélt eins til tveggja marka forskoti framan af síðari hálfleik en undir lokin hljóp mikil spenna í leikinn og gat sigurinn lent hvoru megin sem var. En jafntefli var staðreynd 24-24.

Markahæstu leikmenn Akureyrar voru, Sigþór Heimisson og Karolis Stopus með 5 mörk hvor og þeir Mindaugas Dumcius og Friðrik Svavarsson með 4 mörk hvor.

Hjá FH var Óðinn Þór Ríkharðsson markahæstur með 8 mörk og Einar Rafn Eiðsson 6.

Akureyri situr en á botni deildarinnar nú með 3 stig.  Næsti leikur liðsins verður heimaleikur gegn Stjörnunni fimmtudaginn 10. nóvember.