Lars Gunnar Lundsten nýr sviðsforseti hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri

lars

Lars Gunnar Lundsten

Gengið hefur verið frá ráðningu dr. Lars Gunnars Lundsten sem næsta forseta hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri. Lars kemur til starfa í byrjun janúar 2017 en þangað til mun fráfarandi forseti fræðasviðsins, dr. Sigrún Stefánsdóttir, gegna stöðunni.

Dr. Lars Gunnar Lundsten er heimspekingur og fjölmiðlafræðingur og hefur síðustu tuttugu árin fengist við stjórnun, kennslu og rannsóknir, aðallega við Háskólann í Helsinki og fagháskólann Arcada. Hann hefur einnig sinnt stöðu gestaprófessors við Háskóla Íslands. Helstu rannsóknaráherslur hans varða þróun samfélags og menningar í hinum miðlavædda (mediatized) heimi. Sem fræðimaður hefur hann lagt mikla áherslu á alþjóðamál en hann stýrði samstarfsverkefni kvikmynda- og fjölmiðlaháskóla í Evrópu og Afríku um kennslu og rannsóknir á sviði heimildarmynda á árunum 2004-2016.

Dr. Lars Gunnar Lundsten nam fjölmiðlafræði en lauk síðar doktorsprófi í heimspeki. Hann hefur starfað sem blaðamaður og fréttamaður en einnig sem dagskrárgerðarmaður hjá finnska ríkissjónvarpinu, YLE. Auk þess gegndi hann stöðu fréttaritara Morgunblaðsins í Finnlandi á árunum 1986 til 2000.

Háskólinn á Akureyri fagnar ráðningunni úr fjölmennum hóp hæfra einstaklinga.