Næsta leikrit frumsýnir ,,Listin að lifa“

listin-ad-lifa-1920x1080Leikhópurinn Næsta leikrit frumsýnir leikritið ,,Listin að lifa“ sem er spennuþrungin ástarsaga með söngvum!. Sýnt verður í Samkomuhúsinu og frumsýningin verður föstudagskvöldið 30. september.

Má fólk ekki bara vera eins og það er? Þarf eitthvað að tilkynna: “ÉG ER HÓMÓ”: Er ekki skemmtilegast við lífið að maður veit ekki allt“?

Leikritið Listin að lifa er spennandi ástarsaga með söngvum sem fjallar um strákinn Frey sem er að koma út úr skápnum og líf hans. Vinkonur Freys eru alveg harðákveðnar í því að finna einhvern æðislegan draumaprins fyrir hann. Líf þeirra tekur miklum breytingum þegar bankinn sendir móður Freys tilkynningu um útburð ef þau standa ekki í skilum. Nú verða vinirnir að finna leið til að safna peningum á mjög stuttum tíma.“?

Leikhópurinn Næsta leikrit var stofnaður sumarið 2014 og var þeirra fyrsta leiksýning, ,,Sértu Velkominn Heim”, sýnd um borð í Húna ll. Leikritið var byggt á frægum sjómannalögum og sögum. Hver meðlimur leikhópsins var (og er) reyndur meðlimur LLA og small hópurinn saman við fyrstu kynni. Eftir þetta sýningarferli ákváðu krakkarnir að halda áfram samstarfi og bættust þá tveir krakkar við hópinn. Þau skrifuðu verk sem þau sýndu í janúar 2015 sem kallaðist ,,Ævintýri í Inniskógi” en það var samblanda af sígildum ævintýrum sem allir þekkja. Leikhópurinn tók sér nokkra mánaða pásu en kom sér aftur að verki haustið 2015 og meðlimir hans sömdu nýtt leikrit: ,Listin að Lifa”, í þessu nýja verkefni hefur nú leikstjórinn Sindri Snær Konráðsson bæst í hópinn.

Listin að lifa er fósturverkefni MAk og erum við stolt af því tækifæri að fá að fóstra og rækta hæfileika ungs listafólks í frumsköpun í sviðslistum. Leikhúsið er gróðurhús fyrir hugmyndir og staður þar sem draumar geta ræst. Raddir unga fólksins eru mikilvægar og því nauðsynlegt að skapa tækifæri fyrir ungt fólk að eiga stefnumót við áhorfendur.

Leikarar eru:

Egill Andrason

Eyþór Daði Eyþórsson

Sara Rut Jóhannsdóttir

Særún Elma Jakobsdóttir

Eik Haraldsdóttir

Arndís Eva

Bjarklind Ásta Brynjólfsdóttir

Hallbjörn Hjartarson

Sandra Dögg Kristjánsdóttir

Freysteinn Sverrisson

Pétur Benedikt Sigurðson

Leikstjóri -Sindri Snær Konráðsson

Miðar á Mak.is eða Tix.is