Sigmundur Davíð með yfirburða sigur

Mynd: PJ

Mynd: PJ

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hlaut yfirburðakosningu í fyrsta sæti framboðslista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi.  Kosið er á tvöföldu kjördæmisþingi Framsóknar í Mývatnssveit.  Sigmundur Davíð hlaut 170 atkvæði, Þórunn Egilsdóttir 39 atkvæði, Þórhallur Hinriksson 24 og Líneik Anna Sævarsdóttir 2 atkvæði.

Þórhallur Hinriksson steig í pontu eftir að úrslit voru kunngjörð og tilkynnti að hann myndi ekki taka sæti á listanum og mun hann því hætta á þingi að loknum kosningum.  Þórunn Egilsdóttir varð svo sjálfkjörin í annað sæti eftir að Líneik tilkynnti að hún myndi ekki sækjast eftir öðru sæti á listanum.