Líkur á að þingferli Höskuldar sé að ljúka

Höskuldur Þórhallsson

Höskuldur Þórhallsson

Viðmælendur Morgunblaðsins úr röðum framsóknarmanna spá Sigmundi Davíð í fyrsta sæti í kosningu á lista þeirra í Norðaustur kjördæmi.  Í frétt Morgunblaðsins er því spáð að Sigmundur Davíð sigri í fyrstu umferð en fjórir hafa sóst eftir fyrsta sæti auk Sigmundar en það er Höskuldur Þórhallsson, Þórunn Egilsdóttir og Líneik Anna Sævarsdóttir.  Viðmælendur blaðsins eru á því að sigri Sigmundur Davíð þá muni Höskuldur lýsa því yfir að hann muni ekki sækjast eftir öðru sæti á listanum en hann skipar það í dag.  Kjördæmisþing Framsóknarmanna er haldið í dag.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.