Jói Bjarna mun segja sig úr Framsókn

Jóhannes Gunnar Bjarnason

Jóhannes Gunnar Bjarnason

Jóhannes Gunnar Bjarnason bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins 2002 – 2010 telur sig ekki lengur eiga leið með Framsóknarflokknum eftir atkvæðagreiðsluna á kjördæmaþingi flokksins í dag.  Jóhannes Gunnar segir í Facebookfærslu í dag: „Þegar einhver býður sig fram til að gegna æðstu valdastöðum þjóðfélagsins þarf viðkomandi að leggja á borðið allar upplýsingar um fjármál sín og hugsanleg tengsl við hagsmunaaðila sem gætu haft hag af stöðu frambjóðandans. Ef þessum skyldum er ekki sinnt er sá einstaklingur fullkomlega vanhæfur til starfans. Þessari fullyrðingu eru 75% Framsóknarmanna í kjördæmi mínu ósammála. Ég tel mig því ekki eiga pólitíska samleið með þessu fólki og mun segja mig úr flokknum á mánudag.“

Höskuldur Þórhallsson hefur gagnrýnt Sigmund Davíð að undanförnu fyrir framgöngu hans í Wintris málinu og hvernig hann tók á því máli.  Nú hefur Jóhannes Gunnar Bjarnason ákveðið að segja sig úr flokknum og spurning hvort að fleiri fari að hans frumkvæði.