Sigmundur Einar Ófeigsson nýr framkvæmdastjóri AFE

sigmundur-ofeigssonSigmundur Einar Ófeigsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar (AFE). Hann var valinn úr hópi fjölmargra hæfra umsækjenda um starfið, en Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fráfarandi framkvæmdastjóri, sagði starfi sínu lausu í byrjun sumars.

Sigmundur segist spenntur að kljást við nýjar áskoranir á nýjum sviðum. Hann hlakkar til að takast á við þau krefjandi verkefni sem öflugt starsfólk hefur unnið að síðustu misserin en mörg þeirra eru mikið hagsmunamál svæðisins.

„Það er mikill styrkur fyrir svæðið að fá kraftmikinn einstakling til starfa við að halda áfram á lofti helstu baráttu- og hagsmunamálum svæðisins. Sigmundur býr að fjölbreyttri þekkingu á rekstrarumhverfi á svæðinu og hefur á mismunandi vettvangi tekið þátt á framfaramálum.Við hlökkum til samstarfsins“ segir Unnar Jónsson, stjórnarformaður AFE.

Sigmundur hefur víðtæka reynslu af rekstri fyrirtækja. Hann hætti sem framkvæmdastjóri Norðlenska seinni hluta síðasta árs og hefur verið sjálfstætt starfandi ráðgjafi síðan.

Sigmundur er iðnrekstrarfræðingur frá Háskólanum á Akureyri en hann útskrifaðist þaðan 1989. Hann hefur unnið sem stjórnandi rúma tvo áratugi.

Sigmundur er kvæmtur Önnu Lilju Stefánsdóttur og eiga þau 17 ára son.

Hann hefur verið þáttakandi í íþrótta og áhugamannastarfi svo sem stangveiði, skotveiði og nú síðustu 5 árin hefur Sigmundur verið formaður Golfklúbbs Akureyrar.

Sigmundur mun hefja störf á haustmánuðum, en fram að þeim tíma mun Þorvaldur Lúðvík vera til taks.