Séra og Sáli í Svalbarðskirkju

Sera og saliSunnudagskvöldið 29. maí kl. 20.00 verður dagskrá í Svalbarðskirkju. Þá mun sr. Bolli flytja fáeinar kveikjur úr samnefndri bók sinni og sálfræðingurinn Hjalti Jónsson leika lög og syngja sem ríma við. Allt er þetta jú gert til að efla andann og kæta geð og vekja huga fyrir ýmsum þeim málefnum er snerta líf og líðandi stund. Myndum úr bókinni eftir Völund Jónsson verður varpað á tjald og tengingar tjáðar í orðum. Þessi kvölddagskrá er fyrir unga sem aldna og allir sannarlega velkomnir!

Aðgangur ókeypis!! Sjáumst hjá Séra og Sála!!!